Viðskipti innlent

Hringdu bjöllunni á Skólavörðustíg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnhildur og Andri ásamt fulltrúum Hinsegin daga og Kauphallarinnar.
Ragnhildur og Andri ásamt fulltrúum Hinsegin daga og Kauphallarinnar. Vísir/Einar Árnason

Kauphallarbjöllunni var hringt á regnboganum á Skólavörðustíg klukkan hálf tíu í morgun í tilefni þess að Hinsegin dagar hefjast í dag. Sjálf setningin er í hádeginu en Nasdaq tók forskot á sæluna og hringdi bjöllunni í nafni fjölbreytileikans.

Gestir Nasdaq í ár voru Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Ölgerðin vinnur nú að því að verða fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta vottun Samtakanna ‘78 sem hinseginvænn vinnustaður.

Að neðan má sjá frá hringunni og ræðuhöldum í morgun.

Mikil spenna er fyrir Hinsegin dögum en dagskrána má finna í tímariti hátíðarinnar sem gefið var út á dögunum.


Tengdar fréttir

Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna

Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×