Saka yfirmann hjá Intel um herferð gegn hinsegin fólki í Afríku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 07:27 Ofbeldi gegn hinsegin fólki hefur aukist mjög í Úganda. epa/Dai Kurokawa Yfir tugur mannréttindasamtaka í Afríku hefur efnt til undirskriftasöfnunar og kallað eftir því að bandaríska fyrirtækið Intel Corporation láti háttsettan yfirmann fjúka, vegna meintrar framgöngu hans gegn réttindum hinsegin fólks í álfunni. Greg Slater og eiginkona hans Sharon Slater eru, og hafa verið um árabil, sökuð um að hafa freistað þess að hafa áhrif á leiðtoga og aðra stjórnmálamenn nokkurra Afríkuríkja og þannig lagt grunn að þeim lagabreytingum sem hafa orðið til þess að grafa undan réttindum og öryggi hinsegin fólks. Sharon Slater fer fyrir Family Watch International, sem mannréttindasamtökin segja hafa staðið fyrir útbreiðslu fordóma og haturs gegn hinsegin fólki um áratugaskeið. Family Watch International er á lista Southern Poverty Law Center yfir haturshópa. „Family Watch International hefur greitt fyrir ferðir pólitíkusa og diplómata frá Kenía, Úganda og öðrum Afríkuríkjum til að mata þá á öfgastefnu sinni gegn samkynhneigð, kynfræðslu og getnaðarvörnum,“ hefur Guardian eftir Jedidah Maina hjá Trust for Indigenous Culture and Health. „Margir þessara stjórnmálamanna hafa svo farið og talað fyrir og stutt löggjöf til höfuðs saklausra Afríkubúa.“ Mannréttindasamtökin saka Family Watch International meðal annars um að hafa barist fyrir nýsettum lögum í Úganda, þar sem lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing liggja við því að stunda „samkynhneigt athæfi“. Family Watch International hafa neitað ásökununum en mannréttindasamtökin eru viss í sinni sök. „Það er ekkert „náttúrulegt“ við þá bylgju and-hinsegin laga sem við höfum verið að sjá,“ segir Muthoni Ngugi, hjá East Africa Legal Service Network. Talsmaður Intel segir fyrirtækið styðja fjölbreytileika en virða rétt starfsmanna sinna til að hafa aðra afstöðu. Kenía Úganda Hinsegin Mannréttindi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Greg Slater og eiginkona hans Sharon Slater eru, og hafa verið um árabil, sökuð um að hafa freistað þess að hafa áhrif á leiðtoga og aðra stjórnmálamenn nokkurra Afríkuríkja og þannig lagt grunn að þeim lagabreytingum sem hafa orðið til þess að grafa undan réttindum og öryggi hinsegin fólks. Sharon Slater fer fyrir Family Watch International, sem mannréttindasamtökin segja hafa staðið fyrir útbreiðslu fordóma og haturs gegn hinsegin fólki um áratugaskeið. Family Watch International er á lista Southern Poverty Law Center yfir haturshópa. „Family Watch International hefur greitt fyrir ferðir pólitíkusa og diplómata frá Kenía, Úganda og öðrum Afríkuríkjum til að mata þá á öfgastefnu sinni gegn samkynhneigð, kynfræðslu og getnaðarvörnum,“ hefur Guardian eftir Jedidah Maina hjá Trust for Indigenous Culture and Health. „Margir þessara stjórnmálamanna hafa svo farið og talað fyrir og stutt löggjöf til höfuðs saklausra Afríkubúa.“ Mannréttindasamtökin saka Family Watch International meðal annars um að hafa barist fyrir nýsettum lögum í Úganda, þar sem lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing liggja við því að stunda „samkynhneigt athæfi“. Family Watch International hafa neitað ásökununum en mannréttindasamtökin eru viss í sinni sök. „Það er ekkert „náttúrulegt“ við þá bylgju and-hinsegin laga sem við höfum verið að sjá,“ segir Muthoni Ngugi, hjá East Africa Legal Service Network. Talsmaður Intel segir fyrirtækið styðja fjölbreytileika en virða rétt starfsmanna sinna til að hafa aðra afstöðu.
Kenía Úganda Hinsegin Mannréttindi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent