Fréttir

Fréttamynd

Særoði hættir vinnslunni

<font size="2"> Fiskvinnslan Særoði á Hólmavík hefur hætt allri vinnslu sjávarafurða en eigendur fyrirtækisins hafa saltað og pakkað öllum afla sem borist hefur á land af bát fyrirtækisins, Bensa Egils. Sævar Benediktsson, annar eigandi Særoða, segir að útilokað sé að vinna aflann án þess að borga með vinnslunni. </font>

Innlent
Fréttamynd

Skæruliðar felldir í Tsjetsjeníu

Fimmtíu skæruliðar hafa verið felldir og tólf óbreyttir borgarar látið lífið í hörðum átökum hers og skæruliða í borginni Naltjik, nærri Tsjetsjeníu. Skæruliðar réðust inn í barnaskóla í borginni, en starfsfólki skólans tókst að bjarga börnunum í tæka tíð. Skæruliðarnir hafa einnig ráðist inn í lögreglustöð og opinberar byggingar.

Erlent
Fréttamynd

Muntefering varakanslari

Franz Muntefering, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins, verður næsti varakanslari Þýskalands, að því er Reuter-fréttastofan greindi frá í morgun. Hann mun gegna embættinu undir forystu Angelu Merkel, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem sest í stól kanslara og tekur við af Gerhard Schröder.

Erlent
Fréttamynd

Liðssöfnuður suðurnesjamanna

Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum safna nú liði á Landsfundi Sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að fá umdeildum drögum að ályktun um innanlandsflug hnekkt. Í þeim er gert ráð fyrir því að verði innalandsflugið fært úr Vatnsmýrinni þá verði það ekki fært til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Tusk eykur forskotið á Kaczynski

Frjálshyggjumaðurinn Donald Tusk hefur aukið forskot sitt á keppinautinn um pólska forsetaembættið, íhaldsmanninn Lech Kaczynski, upp í tólf prósentustig, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. Úrslitaumferð forsetakosninganna, þar sem valið stendur á milli þeirra tveggja, fer fram 23. þessa mánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Tugir falla í árás uppreisnarmanna

Téténskir uppreisnarmenn lýstu ábyrgð á árásinni, en með henni færðist vettvangur stríðs íslamska uppreisnarmanna á Kákasussvæðinu gegn Rússum enn frekar út, en það hefur nú staðið í á annan áratug.

Erlent
Fréttamynd

Presti greint frá kynferðisofbeldi

Þeim einstaklingum hefur farið fjölgandi á síðustu fimm árum sem segja presti sínum frá því að þeir hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi sem börn. Þetta segir séra Gunnþór Ingason sóknarprestur í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Eins og biturt fórnarlamb

„Því er enn dapurlegra að að ekki aðeins formaður Samfylkingarinnar, heldur einnig sumir þingmenn hennar, eins og ömurlegt uppistand í þinginu síðastliðinn þriðjudag sýndi, virðast naumast líta á Samfylkinguna sem flokk en fremur sem tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings,“ sagði Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni við setningu landsfundar í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Chavez rekur burt trúboða

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur lýst því yfir að starfsmönnum bandarískum trúboðasamtakanna New Tribes verði vísað úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensan komin til Evrópu

Staðfest hefur verið að alifuglar sem drápust í Tyrklandi í síðustu viku voru smitaðir af fuglaflensu af hinum hættulega H5N1-stofni. Eftir því sem veiran finnst víðar aukast líkurnar á að hún stökkbreytist og smitist á milli manna.

Erlent
Fréttamynd

Breyta iðnaðarsvæði í íbúðabyggð

Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi íhuga að breyta iðnaðarsvæðinu við Bygggarða og Sefgarða, vestast í bænum, í íbúðabyggð. Hugmyndirnar snúa að því að reisa þétta byggð á þriggja hektara landsvæði þar sem húsin yrðu ýmist tvær eða þrjár hæðir.

Innlent
Fréttamynd

Tíminn að renna út

Kuldi, vosbúð og hungur sverfa nú að bágstöddum á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan. Allstór eftirskjálfti reið yfir svæðið í gær en olli þó ekki teljandi skemmdum.

Erlent
Fréttamynd

Umferðarkönnun við Víkurskarð

Vegagerðin stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Víkurskarð í dag og næstkomandi laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til ellfu að kvöldi báða dagana. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um umferð á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra og munu niðurstöður nýtast við undirbúning vegna hugsanlegra jarðganga undir Vaðlaheiði.

Innlent
Fréttamynd

Skrúfað frá brunahönum í borginni

Suðurgatan í Reykjavík lokaðist fyrir umferð á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna vatnsflaums úr brunahana, en nokkru áður hafði verið skrúfað frá brunahana við Listabraut og nokkru síðar við Engjaveg. Lögreglu- og slökkviliðsmenn skrúfuðu fyrir hanana og ekki hlaust tjón af í þetta skiptið.

Innlent
Fréttamynd

Féflettur á Goldfinger

Karlmaður telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan á nektardansstaðnum Goldfinger og þar hafi menn nýtt sér ástandið og hreinsað út af kortareikningi hans. Lögreglan segir sönnunarfærslu í slíkum málum afar erfiða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja iðgjöld í heilbrigðiskerfinu

Um 1.200 manns eiga seturétt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag og stendur í fjóra daga. Davíð Oddsson flytur setningarræðu á sjötta tímanum og verður það í síðasta sinn sem hann gegnir þessu hlutverki en eftirmaður hans á formannsstóli verður kjörinn á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisbrot sjaldnast kærð

Innan við helmingur þeirra fórnarlamba kynferðisbrota sem leita til Stígamóta, hefur fengið hjálp annars staðar. Aðeins hefur verið ákært í einu slíku máli af hverjum tuttugu.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki greidda fatapeninga

Mikillar óánægju gætir meðal starfsmanna sem vinna með fötluðum og þroskaheftum vegna þess að þeir fá ekki greidda fatapeninga, sem þeir eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum.

Innlent
Fréttamynd

Pinter fékk Nóbelsverðlaun

Breska leikritaskáldið Harold Pinter hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels þetta árið. Valið kom heldur á óvart og Pinter sjálfum varð víst orða vant við fréttirnar, en það ku ekki gerast oft.

Erlent
Fréttamynd

Hlutfallslega mesti vaskurinn hér

Samkvæmt skýrslu OECD er hlutfall virðisaukaskatts af þjóðarframleiðslu hvergi hærra en á Íslandi þar sem það jókst mest á milli áranna 2003 og 2004. Þá er skattur á fyrirtæki sem hlutfall af skatttekjum næstlægstur á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar óttast um vinnu sína

Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru margir orðnir hræddir um að missa vinnuna vegna þess að þeir þurfa að vera heima hjá börnunum allt að tvo daga í viku vegna lokana leikskóla. Laun leiðbeinenda þar eru lægri en í Reykjavík og óttast foreldrar að þeir fari í verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Skaut sextán skólabörn

Kínverskur karlmaður skaut og særði sextán ung skólabörn í Anhui héraði í austanverðu Kína. Sjö barnanna liggja alvarlega særð á sjúkrahúsi en ekkert þeirra er í lífshættu. Maðurinn flýði úr skólanum eftir árásina og um 200 lögreglumenn leita nú að honum.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensa í Tyrklandi

Fuglaflensan mannskæða er nú komin að landamærum Evrópu. Talsmenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tilkynntu í morgun að rannsóknir úr sýnum, sem tekin voru úr fuglum í Tyrklandi, hefðu leitt í ljós afbrigði veirunnar sem væri hættulegt mönnum.

Erlent
Fréttamynd

Stúdentaráð sendir frá sér ályktun

Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá sér álytkun í dag þar sem þeirri ósk var beint til ráðamanna þjóðarinnar, að það fjármagn sem var ætlað til sameingar sveitafélaga, verði notað til að byggja upp Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hættulegt tannkrem

Norskir og sænskir sérfræðingar hafa varað fólk við að nota tannkrem með efninu tríklósan, þar sem það getur verið skaðlegt. Efnið er í tannkremstegundum sem eru merktar Total og er bakteríudrepandi. Börnum og þunguðum konum er sérstaklega ráðlagt að nota annars konar tannkrem.

Erlent
Fréttamynd

Ánægð með viðbrögðin

Nú er liðin vika frá útkomu bókarinnar Myndin af pabba, þar sem rakin er saga Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar. Þær máttu árum saman þola gróft kynferðislegt ofbeldi föður síns.

Innlent
Fréttamynd

Alltaf gaman að mæta

Ólafur G. Einarsson fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gaman að hitta gamla félaga á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Bæði hann og Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður, ætla að tala fyrir bættum kjörum aldraðra.

Innlent
Fréttamynd

Manneklan enn við lýði

Enn er engin lausn í sjónmáli varðandi manneklu í sumum leikskólum borgarinnar. Vandræðin eru orðin svo mikil að sum börn þurfa að vera heima í þrjá daga af tuttugu. Stjórnendur leikskólans Austurborgar hefur gripið til þess ráðs að senda öllum foreldrum lista yfir þá daga sem börnin eiga að vera heima á næstu fimmtán dögum. Hvert barn þarf að dvelja heima í tvo daga af fimmtán.

Innlent
Fréttamynd

Moksíldveiði

Síldveiði gengur vel þessa dagana. Í gær var var landað úr Beiti NK þrjúhundruð tonnum af síld. Síldin fer öll til manneldis. Síldin er einungis flökuð og fryst því allri söltun hefur verið hætt hjá fyrirtækinu. Súlan EA kom í nótt með um 300 tonn til löndunar og Börkur NK er að veiðum og gengur vel.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt bú mætti Sjálfstæðismönnum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í Laugardalshöllinn í kvöld. Fjölmenni er á fundinum eins og venja er en vel á annað þúsund manns hvaðan af á landinu er á fundinum. Dagskráin hófst á því að Sinfoníuhljómsveit Íslands tók nokkur lög og svo hófst setningarræða Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins

Innlent