Erlent

Kanaan framdi sjálfsmorð

Sýrlenskir ríkisfjölmiðlar sögðu frá því í gær að rannsókn Muhammad al-Louji ríkissaksóknara á dauða Ghazi Kanaan innaríkisráðherra hefði leitt í ljós að Kanaan hefði stungið byssu upp í munn sér og hleypt. Hann kenndi hann einelti líbanskra fjölmiðla í garð Kanaan um. Fregnirnar af rannsókninni dugðu þó ekki til að eyða almennri tortryggni um að Kanaan hefði verið ráðin bana vegna yfirvofandi skýrslu SÞ um þátt Sýrlendinga í morði á líbönskum stjórnmálamanni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×