Erlent

Blaðamönnum sleppt á Gasa

Blaðamönnunum tveimur, Bandaríkjamanni og Breta, sem palestínskir byssumenn rændu á Gasa í gærdag, var sleppt í gærkvöld. Palestínsk yfirvöld segja Fatah samtökin hafa staðið fyrir ránunum en yfirmenn öryggismála í Palestínu fengu þá lausa. Mannrán hafa aukist á Gasasvæðinu upp á síðkastið en oftast er tilgangur mannræningjanna að fá ættingja sína lausa úr fangelsum í Palestínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×