Erlent

Blindum vísað burt

Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair sætir nú mikilli gagnrýni frá samtökum fatlaðra eftir að níu blindum og sjóndöprum einstaklingum var vísað frá borði. Hópurinn var á leið frá Lundúnum til Ítalíu en rétt fyrir flugtak var fólkinu sagt að þar sem þegar væru þrír fatlaðir farþegar um borð yrði það að víkja. Árið 2002 rukkaði Ryanair hreyfihamlaðan mann um jafnvirði 2.000 króna fyrir afnot af hjólastól. Dómstóll komst að því að gjaldtakan væri óheimil og í kjölfarið hækkaði félagið öll fargjöld sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×