Erlent

Krefst bóta af borginni

Hinn 64 ára gamli Robert Davis, sem á dögunum var barinn af lögrelgunni í New Orleans, ætlar að höfða skaðabótamál gegn borginni. Sjálfur sagðist Davis vera saklaus fyrir dómi en hann er ákærður fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að hafa veitt viðnám við handtöku. Málið verður tekið fyrir 18. janúar á næsta ári, viku eftir að réttarhöld yfir lögreglumönnunum fara fram. Myndbandsupptökur náðust af atburðinum og þó lögreglan segi Davis hafa verið ölvaðan og veitt viðnám, sýna myndirnar annað. Lögreglan segir að venjulega sé fólk ekki handtekið vegna ölvunar en að hvert og eitt skipti sé metið sérstaklega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×