Erlent

Ráðherralisti í Noregi

 Ráðherralisti nýrrar ríkisstjórnar í Noregi verður kynntur á ríkisráðsfundi í norsku konungshöllinni í Osló á mánudag. Viðræðum forystumanna rauðgræna bandalagsins svonefnda, sem hlaut meirihluta þingsæta í þingkosningunum 12. septemer síðastliðinn, lauk í ráðstefnumiðstöðinni Soria Moria í gær. Norskir fjölmiðlar telja fullvíst að Kristín Halvorsen, formaður Sósíalíska vinstriflokksins, verði fjármálaráðherra í ráðuneyti Jens Stoltenberg, formanns Verkamannaflokksins og verðandi forsætisráðherra. Búist er við því að Åslaug Haga, formaður Miðflokksins, verði félagsmálaráðherra og fari með málefni sveitarstjórna. Stjórnmálarýnendur í Noregi telja fullvíst að Jonas Gahr Störe frá Verkamannaflokknum verði utanríkisráðherra. Terje Riis-Johansen er orðuð við stól landbúnaðarráðherra og fleiri hafa verið nefndir sem líklegir ráðherrar. Flokkarnir þrír hlutu samtals 87 þingsæti af 169 og felldu borgaralega stjórn Kjells Magne Bondevik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×