Fréttir Mörgæsir snúa til síns heima Nítján afrískættaðar mörgæsir fengu að snúa aftur til síns heima í New Orleans í gær. Mörgæsirnar voru á sædýrasafninu í New Orleans þegar fellibylurinn Katrína reið yfir á síðasta ári. Þeim var bjargað þaðan og hafa þær dvalið á sædýrasafni í Kaliforníu síðan í september á síðast ári. FedEx sá um flutninginn á mörgæsunum og lentu þær í New Orleans í gær og uppskáru hátíðlega athöfn. Erlent 23.5.2006 08:14 Ölvuð á Miklubraut Ölvuð 17 ára stúlka á Vespu mótorhjóli var stöðvuð á Miklubraut undir morgun og færð í blóðprufu. Ferðir Vespu á þessum tíma sólarhirngs vöktu athygli lögreglumanna , sem ákváðu að kanna málið nánar og kom þá hið sanna í ljós Innlent 23.5.2006 08:09 Létu greipar sópa á hugleiðslunámskeiði Þjófar létu greipar sópa um yfirhafnir fólks, sem var á hugleiðslunámskeiði í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti í gærkvöldi og stálu mörgum bíllyklum, veskjum og greiðslukortum. Einn lyklanna gekk að svörtum Bens, sem stóð fyrir utan, og stálu þjófarnir honum. Bíllinn og þjófarnir eru ófundnir en hugleiðslufólkið lét þegar loka öllum reikningum sínum, svo kortin yrðu ekki misnotuð. Málið er í rannsókn. Innlent 23.5.2006 08:06 Handtóku háttsettan meðlim al-Qaida Jórdönsk yfirvöld segjast hafa handtekið ónefndan háttsettan leiðtoga innan al-Qaida hreyfingarinnar í Írak. Samkvæmt fréttavef BBC fréttastofunnar er um að ræða einn helsta aðstoðarmann Abu Musab Al Zarqawi leiðtoga al-QWaida í Írak. Jórdönsk yfirvöld segja manninn sem handtekinn var eftirlýstan meðal annars fyrir mannrán og morð. Erlent 23.5.2006 08:05 Þæfingur og krapi víða um land Talsverð ofankoma var víða um norðanvert landið og Vestfirði í nótt, þannig að hálka og jafnvel þæfingur er víða á fjallvegum, en krapi og blota-snjór í byggð. Þannig er það til dæmis á Akureyri eftir talsverða snjókomu í nótt. Hinsvegar er komið sumar í höfuðstöðvum Veagerðarinnar þannig að engin hefur verið á vakt í morgun til að miðla færðarfréttum. Innlent 23.5.2006 08:03 Niðurstöður kosninga í svartfjallalandi standa líklega 55,5 prósent kjósenda í Svartfjallalandi samþykktu aðskilnað frá Serbíu á sunnudag og mun Evrópusambandið að öllum líkindum viðurkenna niðurstöður kosninganna . Þetta er gert þrátt fyrir að sambandssinnar hafi krafist endurtalningar. Erlent 23.5.2006 08:02 Reyna að dæla vatni úr námunni Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að dæla vatni úr kolanámunni þar sem 57 námumenn hafa verið fastir en vatn flæddi inn á námuna fyrir fimm dögum með fyrrgreindum afleiðingum. Lítil von er á að einhverjir finnist á lífi í námunni en vegna tæknilegra erfiðleika var ekki hægt að byrja að dæla vatni úr námunni fyrr. Dælurnar sem notaðar eru við dælinguna vinna mjög hægt og það getur því tekið björgunarmenn nokkra daga að tæma hana. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína á þessu ári. Erlent 23.5.2006 08:07 Hálka víða um land Hálka og vond færð er víða á þjóðvegum landsins. Á Holtavörðuheiði er hálka og hálkublettir eru á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er Þorskafjarðarheiði ófær, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja eða hálkublettir víðar. Innlent 22.5.2006 22:53 Nýtt bóluefni við fuglaflensu Vísindamenn hafa þróað bóluefni sem gæti orðið handhægt tæki í baráttunni við H5N1 fuglaflensu. Þeir segja þó rétt að geta þess að efnið gagnist mannfólkinu ekki til að forðast smit. Erlent 22.5.2006 22:18 Breyting Íbúðalánasjóðs gegn sáttmála Það brýtur í bága við stjórnarsáttmála að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd, í það minnsta meðan bankarnir bjóða ekki 90 prósenta lán, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Innlent 22.5.2006 22:11 Lordi-torg í Rovaniemi Finnar ráða sér vart af kæti yfir árangri finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Lordi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um helgina. Borgaryfirvöld í Rovaniemi, heimabæ hljómsveitarinnar, hafa ákveðið að nefna torg í miðri borginni í höfuðið á henni. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnar vinna sigur í þessari keppni og hafa þeir oft hlotið fremur háðuglega útreið og jafnan rekið lestina. Það má því segja að Finnar hafi fengið uppreisn æru, og vel það, þegar skrímslarokkssveitin Lordi fór með sigur af hólmi í keppninni í Aþenu á laugardaginn, og það með fáheyrðum fjölda stiga sem voru nærri því þrjú hundruð. Finnar hafa fagnað árangrinum en voru margir hverjir með nokkrar áhyggjur af því hvað áhrif flutningur Lordanna á laginu Hard Rock Hallelujah myndi hafa á ímynd landsins. Bæði Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Matti Vanhanen, forsætisráðherra, hafa óskað rokkurunum til hamingju með árangurinn. Borgarstjórinn í Rovaniemi í Lapplandi sagði í dag að borgaryfirvöld vildu heiðra þessa frægu syni sína með því að nefna torg í miðborginni eftir hljómsveitinni. Torgið verður hluti af nýrri borgarmynd sem er verið að skipuleggja en auk Lordanna státar Rovaniemi sig af raunverulegu heimili jólasveinsins. Erlent 22.5.2006 21:02 Sambandssinnar vilja endurtalningu Sambandssinnar í Svarfjallalandi krefjast þess að atkvæði verði talin að nýju í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Svartfellingar samþykktu með naumum meirihluta í gær að segja sig úr lögum við Serba. Kosningaeftirlitsmenn segja ekkert við framkvæmd kosninganna sem þeir geri athugasemd við. Erlent 22.5.2006 20:57 Fyrstu H5N1 tilfellin í Íran Fyrstu tilfelli H5N1 afbrigðis fuglaflensu hafa greinst í fólki í Íran. Um er að ræða mann um fertugt og systur hans á þrítugsaldri. Erlent 22.5.2006 21:00 Hróp og köll við réttarhöldin yfir Saddam Málflutningur hélt áfram í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, í dag. Sem fyrr minnti þar fátt á hefðbundið dómhald heldur settu hróp og köll svip sinn á samkomuna. Erlent 22.5.2006 20:47 Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Innlent 22.5.2006 19:02 Skoða verði möguleika á nýju afli ef orð standa ekki Skoða verður þann möguleika vel að stofna nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu þingkosningar ef stjórnmálaflokkarnir standa ekki við yfirlýsingar sínar um vilja til breytinga á velferðarkerfinu, segir formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hann vonast til að raunhæfar tillögur liggi fyrir í mars eða apríl á næsta ári. Innlent 22.5.2006 18:54 Svartfellingar kusu sjálfstæði Svartfellingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr lögum við Serba. Þarlendir stjórnmálaleiðtogar telja leiðina inn í Evrópusambandið nú greiða. Serbar sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Erlent 22.5.2006 18:23 Forseti Íslands farinn til Finnlands Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt til Finnlands í dag en í hádeginu á morgun mun hann eiga fund með frú Tarja Halonen, forseta Finnlands. Auk þess tekur hann þátt í atburðum síðdegis sem helgaðir eru sölu og markaðssetningu á íslenskri síld í Finnlandi. Innlent 22.5.2006 17:55 90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Innlent 22.5.2006 17:40 Foreldrar og vinir mikilvægastir fyrir vellíðan skólabarna Yfirgnæfandi meirihluta grunnskólabarna í 5. til 7. bekk í Reykjavík líður vel í skóla. Samvera barna og foreldra virðist hafa mest að segja um líðan barnanna. Þetta kom fram í dag í kynningu Menntasviðs Reykjavíkurborgar á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal rúmlega 4000 grunnskólabarna vorið 2005. Innlent 22.5.2006 17:26 Ólína fær full laun í þrjú ár Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari á Ísafirði, fær full laun skólameistara í þrjú ár eftir að hún lýkur störfum í sumar. Fréttavefurinn Mannlíf.is greinir frá þessu og segir að þetta sé samkvæmt samkomulagi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Innlent 22.5.2006 17:23 Krefst 20 milljóna í miskabætur vegna umfjöllunar DV Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV. Málið var höfðað því Gunnari fannst að sér vegið í umfjöllun DV um störf sín og krefst hann miskabóta upp á 20 milljónir króna. Innlent 22.5.2006 16:52 Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. Innlent 22.5.2006 16:06 Íslenska Stoke-ævintýrið á enda Gunnar Gíslason stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Stoke City hefur sagt starfi sínu lausu og mun það endanlega renna úr eigu Íslendinga síðar í vikunni. Auðkýfingurinn Peter Coates mun þá ganga frá kaupum á Stoke sem hann greiðir að talið er um 10 milljónir punda fyrir. Breskir fjölmiðlar túlka yfirlýsingu sem Gunnar sendi frá sér í morgun bera vott um biturð en þar verst hann gagnrýni sem íslensku eigendurnir hafa staðið undir. Sport 22.5.2006 13:59 Alfesca hagnaðist um 524.000 evrur Hagnaður Alfesca nam 524.000 evrum, rétt rúmlega 48,1 milljón íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur námu 126,6 milljón evrum en það er 11,4 prósent aukning frá sama tíma fyrir ári. Þá nam hagnaður á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins 2005-2006 samtals 12,6 milljón evrum en sala á sama tímabili nam 475,7 milljón evrum, sem er 7,6 prósenta aukningu frá sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 22.5.2006 13:33 Íranar halda fast við kjarnorkuáætlun sína Íranar ætla að halda sig fast við kjarnorkuáætlun sína. Þeir segja kjarnorkurannsóknirnar eiga fullan rétt á sér og um þær verði ekki samið. Erlent 22.5.2006 12:31 Allt erlent herlið frá Írak árið 2010 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breska herliðsins í Írak. Erlent 22.5.2006 12:24 Aðalheiður Anna með besta tíman í Þolreiðinni Þolreiðarkeppni Laxnes og Icelandair var haldin í gær í þokkalegu veðri. 20 keppentur tóku þátt í reiðinni og skiluðu allir sér í mark. Dýralæknir stöðvaði 3 keppendur áður en keppnin hófst þar sem ástand hesta var ekki nógu gott. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir vann unglinga- og ungmennaflokk en þetta er annað árið sem hún vinnur og Pétur Andersen vann fullorðins flokk. Sport 22.5.2006 12:07 NYSE sameinast Euronext Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópski hlutabréfamarkaðurinn Euronext munu að öllum líkindum sameinasta á næstunni. Við sameininguna mun verða til hlutabréfamarkaður beggja vegna Atlantsála sem metinn er á 16 milljarða evrur. Þýska kauphöllin Deutsche Boerse hafði áður haft áætlanir uppi um sameiningu við Euronext. Viðskipti erlent 22.5.2006 12:01 Ölvaður, ökuréttindalaus og eftirlýstur Maður sem stöðvaður var við reglubundið eftirlit lögreglu í Reykjavík í nótt reyndist vera bæði ölvaður og ökuréttindalaus vegna fyrri ölvunaraksturs. Það var þó ekki það versta, því bíllinn var líka ótryggður og sjálfur var hann eftirlýstur af lögreglu um allt land vegna fjölda afbrota, sem búið var að dæma hann fyrir. Innlent 22.5.2006 09:19 « ‹ ›
Mörgæsir snúa til síns heima Nítján afrískættaðar mörgæsir fengu að snúa aftur til síns heima í New Orleans í gær. Mörgæsirnar voru á sædýrasafninu í New Orleans þegar fellibylurinn Katrína reið yfir á síðasta ári. Þeim var bjargað þaðan og hafa þær dvalið á sædýrasafni í Kaliforníu síðan í september á síðast ári. FedEx sá um flutninginn á mörgæsunum og lentu þær í New Orleans í gær og uppskáru hátíðlega athöfn. Erlent 23.5.2006 08:14
Ölvuð á Miklubraut Ölvuð 17 ára stúlka á Vespu mótorhjóli var stöðvuð á Miklubraut undir morgun og færð í blóðprufu. Ferðir Vespu á þessum tíma sólarhirngs vöktu athygli lögreglumanna , sem ákváðu að kanna málið nánar og kom þá hið sanna í ljós Innlent 23.5.2006 08:09
Létu greipar sópa á hugleiðslunámskeiði Þjófar létu greipar sópa um yfirhafnir fólks, sem var á hugleiðslunámskeiði í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti í gærkvöldi og stálu mörgum bíllyklum, veskjum og greiðslukortum. Einn lyklanna gekk að svörtum Bens, sem stóð fyrir utan, og stálu þjófarnir honum. Bíllinn og þjófarnir eru ófundnir en hugleiðslufólkið lét þegar loka öllum reikningum sínum, svo kortin yrðu ekki misnotuð. Málið er í rannsókn. Innlent 23.5.2006 08:06
Handtóku háttsettan meðlim al-Qaida Jórdönsk yfirvöld segjast hafa handtekið ónefndan háttsettan leiðtoga innan al-Qaida hreyfingarinnar í Írak. Samkvæmt fréttavef BBC fréttastofunnar er um að ræða einn helsta aðstoðarmann Abu Musab Al Zarqawi leiðtoga al-QWaida í Írak. Jórdönsk yfirvöld segja manninn sem handtekinn var eftirlýstan meðal annars fyrir mannrán og morð. Erlent 23.5.2006 08:05
Þæfingur og krapi víða um land Talsverð ofankoma var víða um norðanvert landið og Vestfirði í nótt, þannig að hálka og jafnvel þæfingur er víða á fjallvegum, en krapi og blota-snjór í byggð. Þannig er það til dæmis á Akureyri eftir talsverða snjókomu í nótt. Hinsvegar er komið sumar í höfuðstöðvum Veagerðarinnar þannig að engin hefur verið á vakt í morgun til að miðla færðarfréttum. Innlent 23.5.2006 08:03
Niðurstöður kosninga í svartfjallalandi standa líklega 55,5 prósent kjósenda í Svartfjallalandi samþykktu aðskilnað frá Serbíu á sunnudag og mun Evrópusambandið að öllum líkindum viðurkenna niðurstöður kosninganna . Þetta er gert þrátt fyrir að sambandssinnar hafi krafist endurtalningar. Erlent 23.5.2006 08:02
Reyna að dæla vatni úr námunni Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að dæla vatni úr kolanámunni þar sem 57 námumenn hafa verið fastir en vatn flæddi inn á námuna fyrir fimm dögum með fyrrgreindum afleiðingum. Lítil von er á að einhverjir finnist á lífi í námunni en vegna tæknilegra erfiðleika var ekki hægt að byrja að dæla vatni úr námunni fyrr. Dælurnar sem notaðar eru við dælinguna vinna mjög hægt og það getur því tekið björgunarmenn nokkra daga að tæma hana. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína á þessu ári. Erlent 23.5.2006 08:07
Hálka víða um land Hálka og vond færð er víða á þjóðvegum landsins. Á Holtavörðuheiði er hálka og hálkublettir eru á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er Þorskafjarðarheiði ófær, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja eða hálkublettir víðar. Innlent 22.5.2006 22:53
Nýtt bóluefni við fuglaflensu Vísindamenn hafa þróað bóluefni sem gæti orðið handhægt tæki í baráttunni við H5N1 fuglaflensu. Þeir segja þó rétt að geta þess að efnið gagnist mannfólkinu ekki til að forðast smit. Erlent 22.5.2006 22:18
Breyting Íbúðalánasjóðs gegn sáttmála Það brýtur í bága við stjórnarsáttmála að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd, í það minnsta meðan bankarnir bjóða ekki 90 prósenta lán, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Innlent 22.5.2006 22:11
Lordi-torg í Rovaniemi Finnar ráða sér vart af kæti yfir árangri finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Lordi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um helgina. Borgaryfirvöld í Rovaniemi, heimabæ hljómsveitarinnar, hafa ákveðið að nefna torg í miðri borginni í höfuðið á henni. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnar vinna sigur í þessari keppni og hafa þeir oft hlotið fremur háðuglega útreið og jafnan rekið lestina. Það má því segja að Finnar hafi fengið uppreisn æru, og vel það, þegar skrímslarokkssveitin Lordi fór með sigur af hólmi í keppninni í Aþenu á laugardaginn, og það með fáheyrðum fjölda stiga sem voru nærri því þrjú hundruð. Finnar hafa fagnað árangrinum en voru margir hverjir með nokkrar áhyggjur af því hvað áhrif flutningur Lordanna á laginu Hard Rock Hallelujah myndi hafa á ímynd landsins. Bæði Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Matti Vanhanen, forsætisráðherra, hafa óskað rokkurunum til hamingju með árangurinn. Borgarstjórinn í Rovaniemi í Lapplandi sagði í dag að borgaryfirvöld vildu heiðra þessa frægu syni sína með því að nefna torg í miðborginni eftir hljómsveitinni. Torgið verður hluti af nýrri borgarmynd sem er verið að skipuleggja en auk Lordanna státar Rovaniemi sig af raunverulegu heimili jólasveinsins. Erlent 22.5.2006 21:02
Sambandssinnar vilja endurtalningu Sambandssinnar í Svarfjallalandi krefjast þess að atkvæði verði talin að nýju í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Svartfellingar samþykktu með naumum meirihluta í gær að segja sig úr lögum við Serba. Kosningaeftirlitsmenn segja ekkert við framkvæmd kosninganna sem þeir geri athugasemd við. Erlent 22.5.2006 20:57
Fyrstu H5N1 tilfellin í Íran Fyrstu tilfelli H5N1 afbrigðis fuglaflensu hafa greinst í fólki í Íran. Um er að ræða mann um fertugt og systur hans á þrítugsaldri. Erlent 22.5.2006 21:00
Hróp og köll við réttarhöldin yfir Saddam Málflutningur hélt áfram í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, í dag. Sem fyrr minnti þar fátt á hefðbundið dómhald heldur settu hróp og köll svip sinn á samkomuna. Erlent 22.5.2006 20:47
Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Innlent 22.5.2006 19:02
Skoða verði möguleika á nýju afli ef orð standa ekki Skoða verður þann möguleika vel að stofna nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu þingkosningar ef stjórnmálaflokkarnir standa ekki við yfirlýsingar sínar um vilja til breytinga á velferðarkerfinu, segir formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hann vonast til að raunhæfar tillögur liggi fyrir í mars eða apríl á næsta ári. Innlent 22.5.2006 18:54
Svartfellingar kusu sjálfstæði Svartfellingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr lögum við Serba. Þarlendir stjórnmálaleiðtogar telja leiðina inn í Evrópusambandið nú greiða. Serbar sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Erlent 22.5.2006 18:23
Forseti Íslands farinn til Finnlands Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt til Finnlands í dag en í hádeginu á morgun mun hann eiga fund með frú Tarja Halonen, forseta Finnlands. Auk þess tekur hann þátt í atburðum síðdegis sem helgaðir eru sölu og markaðssetningu á íslenskri síld í Finnlandi. Innlent 22.5.2006 17:55
90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Innlent 22.5.2006 17:40
Foreldrar og vinir mikilvægastir fyrir vellíðan skólabarna Yfirgnæfandi meirihluta grunnskólabarna í 5. til 7. bekk í Reykjavík líður vel í skóla. Samvera barna og foreldra virðist hafa mest að segja um líðan barnanna. Þetta kom fram í dag í kynningu Menntasviðs Reykjavíkurborgar á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal rúmlega 4000 grunnskólabarna vorið 2005. Innlent 22.5.2006 17:26
Ólína fær full laun í þrjú ár Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari á Ísafirði, fær full laun skólameistara í þrjú ár eftir að hún lýkur störfum í sumar. Fréttavefurinn Mannlíf.is greinir frá þessu og segir að þetta sé samkvæmt samkomulagi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Innlent 22.5.2006 17:23
Krefst 20 milljóna í miskabætur vegna umfjöllunar DV Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV. Málið var höfðað því Gunnari fannst að sér vegið í umfjöllun DV um störf sín og krefst hann miskabóta upp á 20 milljónir króna. Innlent 22.5.2006 16:52
Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. Innlent 22.5.2006 16:06
Íslenska Stoke-ævintýrið á enda Gunnar Gíslason stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Stoke City hefur sagt starfi sínu lausu og mun það endanlega renna úr eigu Íslendinga síðar í vikunni. Auðkýfingurinn Peter Coates mun þá ganga frá kaupum á Stoke sem hann greiðir að talið er um 10 milljónir punda fyrir. Breskir fjölmiðlar túlka yfirlýsingu sem Gunnar sendi frá sér í morgun bera vott um biturð en þar verst hann gagnrýni sem íslensku eigendurnir hafa staðið undir. Sport 22.5.2006 13:59
Alfesca hagnaðist um 524.000 evrur Hagnaður Alfesca nam 524.000 evrum, rétt rúmlega 48,1 milljón íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur námu 126,6 milljón evrum en það er 11,4 prósent aukning frá sama tíma fyrir ári. Þá nam hagnaður á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins 2005-2006 samtals 12,6 milljón evrum en sala á sama tímabili nam 475,7 milljón evrum, sem er 7,6 prósenta aukningu frá sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 22.5.2006 13:33
Íranar halda fast við kjarnorkuáætlun sína Íranar ætla að halda sig fast við kjarnorkuáætlun sína. Þeir segja kjarnorkurannsóknirnar eiga fullan rétt á sér og um þær verði ekki samið. Erlent 22.5.2006 12:31
Allt erlent herlið frá Írak árið 2010 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breska herliðsins í Írak. Erlent 22.5.2006 12:24
Aðalheiður Anna með besta tíman í Þolreiðinni Þolreiðarkeppni Laxnes og Icelandair var haldin í gær í þokkalegu veðri. 20 keppentur tóku þátt í reiðinni og skiluðu allir sér í mark. Dýralæknir stöðvaði 3 keppendur áður en keppnin hófst þar sem ástand hesta var ekki nógu gott. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir vann unglinga- og ungmennaflokk en þetta er annað árið sem hún vinnur og Pétur Andersen vann fullorðins flokk. Sport 22.5.2006 12:07
NYSE sameinast Euronext Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópski hlutabréfamarkaðurinn Euronext munu að öllum líkindum sameinasta á næstunni. Við sameininguna mun verða til hlutabréfamarkaður beggja vegna Atlantsála sem metinn er á 16 milljarða evrur. Þýska kauphöllin Deutsche Boerse hafði áður haft áætlanir uppi um sameiningu við Euronext. Viðskipti erlent 22.5.2006 12:01
Ölvaður, ökuréttindalaus og eftirlýstur Maður sem stöðvaður var við reglubundið eftirlit lögreglu í Reykjavík í nótt reyndist vera bæði ölvaður og ökuréttindalaus vegna fyrri ölvunaraksturs. Það var þó ekki það versta, því bíllinn var líka ótryggður og sjálfur var hann eftirlýstur af lögreglu um allt land vegna fjölda afbrota, sem búið var að dæma hann fyrir. Innlent 22.5.2006 09:19