Fréttir

Fréttamynd

D-listi og F-listi að ná saman í Reykjavík?

Margt bendir til að Frjálslyndi flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að ná saman um myndun borgarstjórnar í Reykjavík. Efstu menn á lista Frjálslyndra sitja nú á undirbúningsfundi fyrir fund með sjálfstæðismönnum upp úr hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Fiskmarkaðar Íslands 39,6 milljónir

Fiskmarkaður Íslands hf. hagnaðist um 39,6 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Velta félagsins, sem rekur uppboðsmarkað fyrir fisk m.a. í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík, Þorlákshöfn, nam 207,3 milljónum króna á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn óvitað um eldsupptök

Rannsóknadeild lögreglunnar í Hafnarfirði og menn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík eru enn að rannsaka eldsupptök í togaranum Akureyrinni sem nú er í Hafnarfjarðarhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Verkamenn myrtir í Bagdad

Tíu féllu og tólf særðust þegar vegsprengja sprakk nálægt rútu um áttatíu kílómetra norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Allir þeir sem féllu voru verkamenn.

Erlent
Fréttamynd

Flestir hálendisvegir enn lokaðir

Flestir hálendisvegir eru enn lokaðir og eru þeir sérstaklega viðkvæmir fyrir akstri þessa dagana þegar frost er að fara úr þeim. Þó er sumstaðar hægt að komast upp á hálendið, eins og til dæmis Kjalveg að norðan, alveg upp á Hveravelli.

Innlent
Fréttamynd

Sjálftæðismenn og Frjálslyndir funda á Akranesi í dag

Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn funda í dag um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn.

Innlent
Fréttamynd

Blóðugur morgunn í Kabúl

Til blóðugra átaka kom í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun eftir að bandarískur herbíll lenti í hörðum árekstri við leigubíl og ók síðan á brott. Rúmlega fimmtíu skæruliðar talíbana munu hafa fallið í loftárás Bandaríkjamanna á mosku í suðurhluta landsins í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Fundað í Árborg um myndun nýs meirihluta

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna í Árborg funda seinna í dag um myndun nýs meirihluta. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS í morgun að hún vonaðist til að málin færu að skýrast eftir fundinn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Samið um dreifingu Nyhedsavisen

Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar munu koma á fót sameiginlegu dreifingarfyrirtæki í Danmörku. Fyrsta verkefni fyrirtækisins verður að annast dreifingu Nyhedsavisen á landsvísu, með sér-stakri áherslu á Kaupmannahafnarsvæðið, Óðinsvé og Árósa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn Austur-Tímor á neyðarfundi

Ríkisstjórnin á Austur-Tímor kom saman til neyðarfundar í morgun eftir að uppreisnarmenn sögðust reiðubúnir að mæta til friðarviðræðna. Á sama tíma fara vígasveitir um höfuðborgina og leggja eld að húsum þrátt fyrir að ástralskir friðargæslumenn sjái um eftirlit á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Barr býður hærra í Pliva

Breska viðskiptablaðið Financial Times segir bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hafa boðið 2,1 milljarð Bandaríkjadal, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna, í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Tilboðið er 250 milljónum dölum hærra en tilboðið sem Actavis gerði í Pliva í apríl.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Loach fékk Gullpálmann

Kvikmyndin „The Wind That Shakes the Barley", í leikstjórn breska leikstjórans Ken Loach, fékk Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í gærkvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Loach fær þessi virtu verðlaun en hann hefur sjö sinnum áður átt mynd á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri í Kópavogi

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulagi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Gunnar Birgisson verður áfram bæjarstjóri og Ómar Stefánsson forseti bæjarráðs.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á kyrrstæðan bíl

Farþegi í kyrrstæðum bíl slasaðist þegar ekið var á bílinn á Garðsvegi í gærkvöldi. Sá sem slysinu olli, ók fyrst utan í bíl, sem hann var að aka framúr, en kastaðist af honum á kyrrstæða bílinn. Hann er grunaður um ölvunarakstur.

Innlent
Fréttamynd

Páfi í Auschwitz-útrýmingarbúðunum

Hinn þýskættaði Benedikt páfi sextándi skoðaði Auschwitz-útrýmingabúðirnar í Póllandi í gær, en um ein og hálf milljón manna, meirihlutinn gyðingar, voru drepnir í búðunum í helför Nazista í síðari heimsstyrjöld.

Erlent
Fréttamynd

Uribe endurkjörinn forseti Kólumbíu

Hægrimaðurinn Alvaro Uribe var endurkjörinn forseti Kólumbíu í gær með miklum yfirburðum, eða 62% greiddra atkvæða. Næsti maður var einungis með rúmlega tuttugu prósenta fylgi, en úrslitin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að sitjandi forseti landsins hefur ekki náð endurkjöri í meira en öld.

Erlent
Fréttamynd

Tölur yfir fjölda látinna nokkuð á reiki

Tala þeirra sem týndu lífi í jarðskjálftanum sem reið yfir á eyjunni Jövu í Indónesíu-eyjaklasanum aðfararnótt laugardags er nokkuð á reiki. Sumir fjölmiðlar segja hana nú allt að fimm þúsund og eitt hundrað á meðan aðrir segja hana nær fjögur þúsund, en talsmaður yfirvalda í Indónesíu sagði í morgun að ljóst sé að að minnsta kosti fjögur þúsund níu hundruð og áttatíu manns hafi beðið bana.

Erlent
Fréttamynd

Segir slit R-listans hafa verið mistök

Vel kemur til greina að endurvekja Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010, að mati Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Þetta kom fram í umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á NFS og Stöð 2 í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti um eftirlit á kjörstað

Ósætti er um hvernig framboð mega standa að eftirliti á kjörstað og frambjóðendur sem tóku að sér hlutverk kjörstjórnarfulltrúa voru meðal ágreiningsmála sem upp komu í sveitarstjórnarkosningunum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Tekur aftur við oddvitahlutverkinu

Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar meirihlutastjórnir að taka á sig mynd

Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Herréttur mun dæma Hill

Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að herréttur skeri úr um örlög Calvin Hills, fyrrverandi þyrluflugliða hjá Varnarliðinu, sem ákærður er fyrir morðið samstarfsmanni sínum, Ashley Turner.

Erlent
Fréttamynd

Liðhlaup færast í vöxt

Yfir eitt þúsund breskir hermenn hafa gerst liðhlaupar síðan ófriðurinn í Írak braust út vorið 2003, að því er könnun breska ríkisútvarpsins leiðir í ljós.

Erlent
Fréttamynd

Sigur Á-listans staðfestur

Kjörstjórn á Álftanesi lauk fyrir skemmstu endurtalningu á atkvæðum sem greidd voru í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Endurtalningin staðfesti sigur Álftaneslistans. Sjálfstæðismenn fóru fram á endurtalningu vegna þess hversu mjótt var á munum en aðeins munaði þremur atkvæðum þegar talningu lauk í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Líðan Sharons óbreytt

Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var í morgun fluttur af Hadassah-sjúkrahúsinu í Jerúsalem á dvalarheimili í Tel Aviv fyrir fólk í dauðadái.

Erlent