Innlent

Fundað í Árborg um myndun nýs meirihluta

Selfoss
Selfoss MYND/E.Ól.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna í Árborg funda seinna í dag um myndun nýs meirihluta. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna vilja freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður áttu sér stað á milli fulltrúa flokkanna í gær og halda áfram í dag. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS í morgun að hún vonaðist til að málin færu að skýrast eftir fundinn í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×