Lífið

Loach fékk Gullpálmann

Mynd/AP

Kvikmyndin „The Wind That Shakes the Barley", í leikstjórn breska leikstjórans Ken Loach, fékk Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í gærkvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Loach fær þessi virtu verðlaun en hann hefur sjö sinnum áður átt mynd á hátíðinni. Myndin gerist á þriðja áratug tuttugustu aldar á tímum sjálfstæðisbaráttu Íra en leikarinn Cillian Murphy fer með aðalhlutverkið. Af fleiri verðlaunum á Cannes-hátíðinni í gær vakti einna mesta athygli að sex leikkonur skiptu með sér verðlaununum fyrir bestan leik, en allar léku þeir í mynd hins kunna leikstjóra, Pedro Almodovar, „Volver". Þekktust þessara leikkvenna er án efa hin spænska, Penelope Cruz. Almodovar fékk einnig verðlaun fyrir besta handritið fyrir handrit sitt að myndinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.