Innlent

Flestir hálendisvegir enn lokaðir

MYND/Vísir

Flestir hálendisvegir eru enn lokaðir og eru þeir sérstaklega viðkvæmir fyrir akstri þessa dagana þegar frost er að fara úr þeim. Þó er sumstaðar hægt að komast upp á hálendið, eins og til dæmis Kjalveg að norðan, alveg upp á Hveravelli. Þaðan er hins vegar lokað til suðurs að Bláfellshálsi.

Að sögn Vegagerðarinnar er alltaf eitthvað um ofurhuga sem hvorki virða lokanir eða viðvaranir og valda vegaskemmdum, og stundum landspjöllum utan vega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×