Fréttir 30 kílómetra löng röð fólks Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna. Erlent 13.10.2005 19:10 Ein fallegasta múmía sögunnar Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum. Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. Erlent 13.10.2005 19:11 Kópavogur 50 ára Kópavogur er 50 ára og heldur afmælisveislu í Fífunni en helmingur hennar verður fylltur með leiktækjum þar sem ungir sem aldnir geta leikið sér að vild. Bakarar hafa sameinast um að baka 50 metra afmælisköku og afmælisgestum verður einnig boðið upp á gos og kaffi. Innlent 13.10.2005 19:10 Jarðskjálfti skekur Japan Jarðskjálfti skók Japan í morgun og mældist hann 4,7 á Richter. Upptök skjálftans voru skammt norður af höfuðborginni Tókýó. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum af völdum jarðskjálftans. Erlent 13.10.2005 19:10 Tony Blair hvattur til afsagnar Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra. Erlent 13.10.2005 19:11 Hundruð flóttamanna á hverri nóttu Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. Erlent 13.10.2005 19:11 Samflokksmenn Blairs vilja afsögn Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda. Erlent 13.10.2005 19:10 Mjótt á mununum í formannskjöri Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að lítill munur er á fylgi þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar þegar litið er til svara stuðningsmanna allra flokka. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast þó heldur hallast að Ingibjörgu. Innlent 13.10.2005 19:11 Hringurinn þrengist um al-Zarqawi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Erlent 13.10.2005 19:10 Halldór kominn til Moskvu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er kominn til Moskvu til að vera viðstaddur hátíðarhöld í borginni á morgun þar sem þess er minnst að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum síðari heimsstyrjaldar í Evrópu. Innlent 13.10.2005 19:10 Neitar að taka við embættinu Enn hefur ekki tekist að mynda endanlega ríkisstjórn Íraks. Í dag bárust fréttir af því að súnní-músliminn Hashim al-Shible, sem taka átti við embætti mannréttindamálaráðherra, hefði neitað að taka við stjórn ráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 19:10 Lærðu lítið af hörmungum stríðsins Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. Innlent 13.10.2005 19:11 Ófeigur hvolpur tekinn í fóstur Fjögurra mánaða Border Collie hvolpur, sem beið dauða síns á Hundahótelinu á Leirum, hefur verið tekinn í fóstur. Fimm manna fjölskylda í Kjós tók hvolpinn að sér eftir að eigandi hundahótelsins framlengdi dvöl hans í þeirri von að einhver gæfi honum tækifæri. Innlent 13.10.2005 19:10 Sjónvarpsstöð enska boltans Enski boltinn mun ekki trufla dagskrá Skjás eins næsta vetur því stofnuð verður sérstök áskriftarstöð tileinkuð honum á breiðbandinu. Innlent 13.10.2005 19:11 Bakka ekki með frumvörpin Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin bakki hvorki með frumvarp um samkeppnislög né hin um fjarskiptalögin og Ríkisútvarpið, þótt umdeild séu. Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö. Innlent 13.10.2005 19:10 Rætt um kjör og biðlista "Það vantar verulega á að hlustað sé nægilega vel á okkur í sambandi við kjörin. Þar þurfum við að gera stórátak," segir Benedikt Davíðsson, fráfarandi formaður Landssamands eldri borgara sem heldur landsfund á Kaffi Reykjavík í dag og á morgun. Innlent 13.10.2005 19:10 Mannréttindaráðherrann hættur Enn og aftur er komið babb í bátinn í írösku stjórnarmynduninni. Þegar útlit var fyrir að skipað hefði verið í öll ráðherraembætti neitaði eitt ráðherraefnanna að taka við stöðu sinni. Erlent 13.10.2005 19:11 Út af geðdeild og rændi bílum Ungur karlmaður, nýkominn af geðdeild Landsspítalans, stofnaði lífi vegfarenda í hættu um hádegisbil í gær. Hann rændi tveimur bílum með því að ógna ökumönnum þeirra. Innlent 13.10.2005 19:11 Tilbúnir í nýjan fjölmiðlaslag Stjórnarandstæðingar eru tilbúnir að sitja næstu vikur á þingi ef reynt verður að keyra í gegn frumvarp um Ríkisútvarpið án nauðsynlegrar umræðu, segja þeir. Kynntar verða breytingar á frumvarpinu í menntamálanefnd þingsins í dag. Innlent 13.10.2005 19:10 Mannkynið lærði mikið af stríðinu Þess er minnst víða í Evrópu í dag að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum seinna stríðs í Evrópu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem tekur þátt í hátíðahöldum í Moskvu, telur að mannkynið hafi, þrátt fyrir allt, lært mikið af hildarleiknum. Innlent 13.10.2005 19:10 Samkeppnislögin rædd eftir helgi Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö. Lengstu ræðurnar voru á þriðju klukkustund. Þrettán voru á mælendaskrá þegar fundi lauk og verður því umræðunni haldið áfram á mánudag. Innlent 13.10.2005 19:10 Nokkuð lífleg nótt Þó nokkrir bíða nú skýrslutöku hjá lögreglunni í Reykjavík eftir atburði næturinnar. Í tvígang stöðvaði lögregla bíla, annan á Suðurlandsvegi og hinn á Sæbraut, þar sem undir stýri voru réttindalausir ökumenn með fíkniefni í fórum sínum. Innlent 13.10.2005 19:10 Aðstoðuðu við morðin í Rúanda Tveir menn frá Rúanda munu koma fyrir rétt í Belgíu á morgun þar sem þeir verða sóttir til saka fyrir aðild þeirra að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. Réttað verður yfir mönnunum fyrir alþjóðlegum dómstóli í Belgíu en þeir voru búsettir í landinu þegar þeir voru handteknir árið 2002. Erlent 13.10.2005 19:10 Ingibjörg með meira fylgi en Össur Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í gæer er lítill munur á fylgi Össurar og Ingibjargar Sólrúnar þegar tekið er mið af öllum svöurm. Össun nýtur hins vegar bara stuðnings um fjórðungs þeirra sem segjast kjósa Samfylkingunna. Innlent 13.10.2005 19:11 Kallað á viðamiklar breytingar Kallað er á viðamiklar breytingar á þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi í skýrslu sem starfshópur á vegum trygginga- og heilbrigðisráðuneytis hefur unnið og lögð hefur verið fyrir Alþingi. Innlent 13.10.2005 19:11 Klamydía herjar á mörgæsir Kynsjúkdómurinn klamydía herjar á mörgæsir í dýragarðinum í San Francisco. Tólf mörgæsir í garðinum hafa greinst með klamydíu og skilur enginn hvernig í ósköpunum þær smituðust af bakteríunni. Erlent 13.10.2005 19:10 700 þúsund fá atvinnuleyfi Spænska stjórnin hefur ákveðið að veita 700 þúsund ólöglegum innflytjendum atvinnu- og búsetuleyfi. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagngerrar uppstokkunar í málefnum innflytjenda. Erlent 13.10.2005 19:11 Kvartmilljón mótmælti 250 þúsund manns mótmæltu stefnu stjórnvalda á fjöldafundi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu í gær. <font face="Helv"></font> Erlent 13.10.2005 19:11 Hjálpa á veiku fólki Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, segir slys á borð við að fólki sé hleypt of snemma út af geðdeild allt of tíð. Hann bendir á að nýju úrræði fyrir erfiðustu sjúklingana hafi verið komið á fót á Kleppsspítala og það eigi að nota. Innlent 13.10.2005 19:11 Of lítill munur á dísel og bensíni "Mér er það til efs, þrátt fyrir þessa fimm krónu lækkun, að atvinnubílstjórar séu spenntir fyrir því að vera á díselbíl frekar en bensínbíl, segir Óskar Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka dísilolíugjald um fimm krónur Innlent 13.10.2005 19:10 « ‹ ›
30 kílómetra löng röð fólks Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna. Erlent 13.10.2005 19:10
Ein fallegasta múmía sögunnar Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum. Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. Erlent 13.10.2005 19:11
Kópavogur 50 ára Kópavogur er 50 ára og heldur afmælisveislu í Fífunni en helmingur hennar verður fylltur með leiktækjum þar sem ungir sem aldnir geta leikið sér að vild. Bakarar hafa sameinast um að baka 50 metra afmælisköku og afmælisgestum verður einnig boðið upp á gos og kaffi. Innlent 13.10.2005 19:10
Jarðskjálfti skekur Japan Jarðskjálfti skók Japan í morgun og mældist hann 4,7 á Richter. Upptök skjálftans voru skammt norður af höfuðborginni Tókýó. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum af völdum jarðskjálftans. Erlent 13.10.2005 19:10
Tony Blair hvattur til afsagnar Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra. Erlent 13.10.2005 19:11
Hundruð flóttamanna á hverri nóttu Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. Erlent 13.10.2005 19:11
Samflokksmenn Blairs vilja afsögn Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda. Erlent 13.10.2005 19:10
Mjótt á mununum í formannskjöri Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að lítill munur er á fylgi þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar þegar litið er til svara stuðningsmanna allra flokka. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast þó heldur hallast að Ingibjörgu. Innlent 13.10.2005 19:11
Hringurinn þrengist um al-Zarqawi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Erlent 13.10.2005 19:10
Halldór kominn til Moskvu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er kominn til Moskvu til að vera viðstaddur hátíðarhöld í borginni á morgun þar sem þess er minnst að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum síðari heimsstyrjaldar í Evrópu. Innlent 13.10.2005 19:10
Neitar að taka við embættinu Enn hefur ekki tekist að mynda endanlega ríkisstjórn Íraks. Í dag bárust fréttir af því að súnní-músliminn Hashim al-Shible, sem taka átti við embætti mannréttindamálaráðherra, hefði neitað að taka við stjórn ráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 19:10
Lærðu lítið af hörmungum stríðsins Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. Innlent 13.10.2005 19:11
Ófeigur hvolpur tekinn í fóstur Fjögurra mánaða Border Collie hvolpur, sem beið dauða síns á Hundahótelinu á Leirum, hefur verið tekinn í fóstur. Fimm manna fjölskylda í Kjós tók hvolpinn að sér eftir að eigandi hundahótelsins framlengdi dvöl hans í þeirri von að einhver gæfi honum tækifæri. Innlent 13.10.2005 19:10
Sjónvarpsstöð enska boltans Enski boltinn mun ekki trufla dagskrá Skjás eins næsta vetur því stofnuð verður sérstök áskriftarstöð tileinkuð honum á breiðbandinu. Innlent 13.10.2005 19:11
Bakka ekki með frumvörpin Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin bakki hvorki með frumvarp um samkeppnislög né hin um fjarskiptalögin og Ríkisútvarpið, þótt umdeild séu. Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö. Innlent 13.10.2005 19:10
Rætt um kjör og biðlista "Það vantar verulega á að hlustað sé nægilega vel á okkur í sambandi við kjörin. Þar þurfum við að gera stórátak," segir Benedikt Davíðsson, fráfarandi formaður Landssamands eldri borgara sem heldur landsfund á Kaffi Reykjavík í dag og á morgun. Innlent 13.10.2005 19:10
Mannréttindaráðherrann hættur Enn og aftur er komið babb í bátinn í írösku stjórnarmynduninni. Þegar útlit var fyrir að skipað hefði verið í öll ráðherraembætti neitaði eitt ráðherraefnanna að taka við stöðu sinni. Erlent 13.10.2005 19:11
Út af geðdeild og rændi bílum Ungur karlmaður, nýkominn af geðdeild Landsspítalans, stofnaði lífi vegfarenda í hættu um hádegisbil í gær. Hann rændi tveimur bílum með því að ógna ökumönnum þeirra. Innlent 13.10.2005 19:11
Tilbúnir í nýjan fjölmiðlaslag Stjórnarandstæðingar eru tilbúnir að sitja næstu vikur á þingi ef reynt verður að keyra í gegn frumvarp um Ríkisútvarpið án nauðsynlegrar umræðu, segja þeir. Kynntar verða breytingar á frumvarpinu í menntamálanefnd þingsins í dag. Innlent 13.10.2005 19:10
Mannkynið lærði mikið af stríðinu Þess er minnst víða í Evrópu í dag að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum seinna stríðs í Evrópu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem tekur þátt í hátíðahöldum í Moskvu, telur að mannkynið hafi, þrátt fyrir allt, lært mikið af hildarleiknum. Innlent 13.10.2005 19:10
Samkeppnislögin rædd eftir helgi Þingmenn ræddu breytingar á samkeppnislögum í allan gærdag þar til þingfundi var slitið um klukkan hálf sjö. Lengstu ræðurnar voru á þriðju klukkustund. Þrettán voru á mælendaskrá þegar fundi lauk og verður því umræðunni haldið áfram á mánudag. Innlent 13.10.2005 19:10
Nokkuð lífleg nótt Þó nokkrir bíða nú skýrslutöku hjá lögreglunni í Reykjavík eftir atburði næturinnar. Í tvígang stöðvaði lögregla bíla, annan á Suðurlandsvegi og hinn á Sæbraut, þar sem undir stýri voru réttindalausir ökumenn með fíkniefni í fórum sínum. Innlent 13.10.2005 19:10
Aðstoðuðu við morðin í Rúanda Tveir menn frá Rúanda munu koma fyrir rétt í Belgíu á morgun þar sem þeir verða sóttir til saka fyrir aðild þeirra að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. Réttað verður yfir mönnunum fyrir alþjóðlegum dómstóli í Belgíu en þeir voru búsettir í landinu þegar þeir voru handteknir árið 2002. Erlent 13.10.2005 19:10
Ingibjörg með meira fylgi en Össur Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í gæer er lítill munur á fylgi Össurar og Ingibjargar Sólrúnar þegar tekið er mið af öllum svöurm. Össun nýtur hins vegar bara stuðnings um fjórðungs þeirra sem segjast kjósa Samfylkingunna. Innlent 13.10.2005 19:11
Kallað á viðamiklar breytingar Kallað er á viðamiklar breytingar á þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi í skýrslu sem starfshópur á vegum trygginga- og heilbrigðisráðuneytis hefur unnið og lögð hefur verið fyrir Alþingi. Innlent 13.10.2005 19:11
Klamydía herjar á mörgæsir Kynsjúkdómurinn klamydía herjar á mörgæsir í dýragarðinum í San Francisco. Tólf mörgæsir í garðinum hafa greinst með klamydíu og skilur enginn hvernig í ósköpunum þær smituðust af bakteríunni. Erlent 13.10.2005 19:10
700 þúsund fá atvinnuleyfi Spænska stjórnin hefur ákveðið að veita 700 þúsund ólöglegum innflytjendum atvinnu- og búsetuleyfi. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagngerrar uppstokkunar í málefnum innflytjenda. Erlent 13.10.2005 19:11
Kvartmilljón mótmælti 250 þúsund manns mótmæltu stefnu stjórnvalda á fjöldafundi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu í gær. <font face="Helv"></font> Erlent 13.10.2005 19:11
Hjálpa á veiku fólki Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, segir slys á borð við að fólki sé hleypt of snemma út af geðdeild allt of tíð. Hann bendir á að nýju úrræði fyrir erfiðustu sjúklingana hafi verið komið á fót á Kleppsspítala og það eigi að nota. Innlent 13.10.2005 19:11
Of lítill munur á dísel og bensíni "Mér er það til efs, þrátt fyrir þessa fimm krónu lækkun, að atvinnubílstjórar séu spenntir fyrir því að vera á díselbíl frekar en bensínbíl, segir Óskar Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka dísilolíugjald um fimm krónur Innlent 13.10.2005 19:10
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent