Mjótt á mununum í formannskjöri 8. maí 2005 00:01 Örlitlu fleiri telja farsælla fyrir Samfylkinguna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins en Össur Skarphéðinsson samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þegar eingöngu er litið til stuðningsmanna flokksins hefur Ingibjörg þó ennþá yfirburði yfir Össur. Þegar þrettán dagar eru þar til úrslitin úr formannskjöri Samfylkingarinnar liggja ljós fyrir er ljóst að bilið á milli frambjóðendanna tveggja, Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fer minnkandi. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær kemur fram að 44,8 prósent aðspurðra telja farsælla að Össur leiði flokkinn en 49,8 prósent segja að Ingibjörg Sólrún sé betur til forystunnar fallin. Íbúar landsbyggðarinnar eru jákvæðari í garð Össurar en Ingibjargar, en konur vilja heldur að Ingibjörg leiði Samfylkinguna en Össur. Þegar eingöngu er litið til þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna hefur Ingibjörg hins vegar talsverða yfirburði. 73,8 prósent kjósenda Samfylkingarinnar segja að farsælla sé fyrir flokkinn að Ingibjörg Sólrún leiði hann en 24,6 prósentum finnst Össur heppilegri formaður. Lítill munur er á kynjunum að þessu leyti svo og afstöðu landsbyggðarbúa gagnvart afstöðu höfuðborgarbúa. Sökum þess hversu fá svör eru á bak við þennan lið könnunarinnar þá skal tekið fram að hann er ekki tölfræðilega marktækur þótt í honum felist ákveðnar vísbendingar. "Stóru tíðindin í þessu eru að við Ingibjörg erum tiltölulega jöfn á meðal þjóðarinnar. Þar hefur því verið alger viðsnúningur frá fyrri könnunum. Þar hef ég greinilega sótt mjög á því við stöndum nánast jafnfætis þar. Þetta er í samræmi við að við í mínu framboði höfum fundið góða strauma liggja í átt til okkar," segir Össur. "Ég bíð hins vegar eftir því að hæstiréttur í málinu, félagar í Samfylkingunni sem nú eru í óða önn að kjósa, felli sinn dóm. Ég uni honum á hvorn veg sem verður." Ingibjörg Sólrún er ánægð með niðurstöður könnunarinnar . "Ég get ekki annað en verið það því í þeim felast vísbendingar um að ég standi sterkt að vígi innan Samfylkingarinnar. Ég undirstrika samt að þetta er ekki enn komið upp úr kjörkössunum. Það skiptir auðvitað mestu máli að fólk kjósi." Í febrúar var fólk spurt um mat þess á hver yrði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. Þegar litið er til alls úrtaksins þá var munurinn á þeim Össuri og Ingibjörgu meiri en nú, en minni þegar aðeins er horft til kjósenda Samfylkingarinnar. Það skal hins vegar tekið fram að febrúarspurningin er ekki hin sama og sú sem þátttakendur voru spurðir að núna. Það skal jafnframt ítrekað að svör kjósenda Samfylkingarinnar eru ekki nógu mörg til að vera tölfræðilega marktæk. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins? Svarhlutfallið var 76 prósent. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Örlitlu fleiri telja farsælla fyrir Samfylkinguna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins en Össur Skarphéðinsson samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þegar eingöngu er litið til stuðningsmanna flokksins hefur Ingibjörg þó ennþá yfirburði yfir Össur. Þegar þrettán dagar eru þar til úrslitin úr formannskjöri Samfylkingarinnar liggja ljós fyrir er ljóst að bilið á milli frambjóðendanna tveggja, Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fer minnkandi. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær kemur fram að 44,8 prósent aðspurðra telja farsælla að Össur leiði flokkinn en 49,8 prósent segja að Ingibjörg Sólrún sé betur til forystunnar fallin. Íbúar landsbyggðarinnar eru jákvæðari í garð Össurar en Ingibjargar, en konur vilja heldur að Ingibjörg leiði Samfylkinguna en Össur. Þegar eingöngu er litið til þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna hefur Ingibjörg hins vegar talsverða yfirburði. 73,8 prósent kjósenda Samfylkingarinnar segja að farsælla sé fyrir flokkinn að Ingibjörg Sólrún leiði hann en 24,6 prósentum finnst Össur heppilegri formaður. Lítill munur er á kynjunum að þessu leyti svo og afstöðu landsbyggðarbúa gagnvart afstöðu höfuðborgarbúa. Sökum þess hversu fá svör eru á bak við þennan lið könnunarinnar þá skal tekið fram að hann er ekki tölfræðilega marktækur þótt í honum felist ákveðnar vísbendingar. "Stóru tíðindin í þessu eru að við Ingibjörg erum tiltölulega jöfn á meðal þjóðarinnar. Þar hefur því verið alger viðsnúningur frá fyrri könnunum. Þar hef ég greinilega sótt mjög á því við stöndum nánast jafnfætis þar. Þetta er í samræmi við að við í mínu framboði höfum fundið góða strauma liggja í átt til okkar," segir Össur. "Ég bíð hins vegar eftir því að hæstiréttur í málinu, félagar í Samfylkingunni sem nú eru í óða önn að kjósa, felli sinn dóm. Ég uni honum á hvorn veg sem verður." Ingibjörg Sólrún er ánægð með niðurstöður könnunarinnar . "Ég get ekki annað en verið það því í þeim felast vísbendingar um að ég standi sterkt að vígi innan Samfylkingarinnar. Ég undirstrika samt að þetta er ekki enn komið upp úr kjörkössunum. Það skiptir auðvitað mestu máli að fólk kjósi." Í febrúar var fólk spurt um mat þess á hver yrði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. Þegar litið er til alls úrtaksins þá var munurinn á þeim Össuri og Ingibjörgu meiri en nú, en minni þegar aðeins er horft til kjósenda Samfylkingarinnar. Það skal hins vegar tekið fram að febrúarspurningin er ekki hin sama og sú sem þátttakendur voru spurðir að núna. Það skal jafnframt ítrekað að svör kjósenda Samfylkingarinnar eru ekki nógu mörg til að vera tölfræðilega marktæk. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins? Svarhlutfallið var 76 prósent.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira