Tilbúnir í nýjan fjölmiðlaslag 8. maí 2005 00:01 Sigurður Kári Kristjánsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd Alþingis segir að unnið sé að umtalsverðum endurbótum á frumvarpinu um Ríkisútvarpið og breytingatillögur meirihlutans verði kynntar á fundi menntamálanefndar í dag. Veigamiklar athugasemdir hafa verið gerðar við þá kafla frumvarpsins sem snúa að réttindum starfsmanna ef rekstrarformi Ríkisútvarpsins verður breytt. Fulltrúar Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd hafa gert athugasemdir við fjármögnun Ríkisútvarpsins með nefskatti. Í nýju áliti þeirra segir að lítill tími hafi gefist til að fara yfir málið í nefndinni. Nefskattur geti verið mjög óréttlátur og hann komið misþungt niður á einstaklingum eftir aldri og fjölda á heimili. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst ætlunin að fjalla um þetta atriði í nefndinni í dag. "Við ætlum að leggja fram fjórar til fimm breytingatilllögur í menntamálanefnd í dag," segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni. "Frumvarpið er illa unnið og kemur seint fram. Ég vek líka athygli á fyrirvara minnihluta fjölmiðlanefndarinnar sem gerði alvarlegar athugasemdir við að leggja fram sérstakt frumvarp um RÚV í stað þess að skoða fjölmiðlamarkaðinn í heild." Björgvin segist með glöðu geði sitja næstu vikurnar á þingi til þess að fá þessi mál og önnur rædd á vitrænan hátt. "Við verðum að fá að sjá breytingatilllögur meirihluta menntamálanefndar áður en við getum tekið afstöðu til þeirra og venjan er að gefa að minnsta kosti tvo daga til þess að bregðast við þeim," segir Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í menntamálanefnd. Hún vill ekki ræða málefni RÚV með þeim hraða sem nú sé ætlunin að gera. Fulltrúar minnihluta menntamálanefndar segja að ekkert hafi enn verið samið um þinglok. Verið sé að ræða frumvarp um samkeppnislög og það geti hæglega tekið marga daga enn. Sama eigi við um frumvarpið um Ríkisútvarpið og vatnalög sem komi til annarrar umræðu á þingi nú í vikunni. Ætlunin er að ljúka þinghaldi um eða upp úr miðri vikunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd Alþingis segir að unnið sé að umtalsverðum endurbótum á frumvarpinu um Ríkisútvarpið og breytingatillögur meirihlutans verði kynntar á fundi menntamálanefndar í dag. Veigamiklar athugasemdir hafa verið gerðar við þá kafla frumvarpsins sem snúa að réttindum starfsmanna ef rekstrarformi Ríkisútvarpsins verður breytt. Fulltrúar Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd hafa gert athugasemdir við fjármögnun Ríkisútvarpsins með nefskatti. Í nýju áliti þeirra segir að lítill tími hafi gefist til að fara yfir málið í nefndinni. Nefskattur geti verið mjög óréttlátur og hann komið misþungt niður á einstaklingum eftir aldri og fjölda á heimili. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst ætlunin að fjalla um þetta atriði í nefndinni í dag. "Við ætlum að leggja fram fjórar til fimm breytingatilllögur í menntamálanefnd í dag," segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni. "Frumvarpið er illa unnið og kemur seint fram. Ég vek líka athygli á fyrirvara minnihluta fjölmiðlanefndarinnar sem gerði alvarlegar athugasemdir við að leggja fram sérstakt frumvarp um RÚV í stað þess að skoða fjölmiðlamarkaðinn í heild." Björgvin segist með glöðu geði sitja næstu vikurnar á þingi til þess að fá þessi mál og önnur rædd á vitrænan hátt. "Við verðum að fá að sjá breytingatilllögur meirihluta menntamálanefndar áður en við getum tekið afstöðu til þeirra og venjan er að gefa að minnsta kosti tvo daga til þess að bregðast við þeim," segir Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í menntamálanefnd. Hún vill ekki ræða málefni RÚV með þeim hraða sem nú sé ætlunin að gera. Fulltrúar minnihluta menntamálanefndar segja að ekkert hafi enn verið samið um þinglok. Verið sé að ræða frumvarp um samkeppnislög og það geti hæglega tekið marga daga enn. Sama eigi við um frumvarpið um Ríkisútvarpið og vatnalög sem komi til annarrar umræðu á þingi nú í vikunni. Ætlunin er að ljúka þinghaldi um eða upp úr miðri vikunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent