Kallað á viðamiklar breytingar 8. maí 2005 00:01 Kallað er á viðamiklar breytingar á þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi í skýrslu sem starfshópur á vegum trygginga- og heilbrigðisráðuneytis hefur unnið og lögð hefur verið fyrir Alþingi. Skýrslan er hluti af undirbúningi að mótun heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana sem samþykkt var á Alþingi vorið 2002. Í skýslunni eru lagðar fram ellefu tillögur til að bæta þjónustuna. Meðal annars er lagt til að sett verði á fót miðlæg innlagnarmiðstöð og skráning, sem gæfi möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni. Einnig að Sjúkrahúsið Vogur sérhæfi sig í meðferð við fíkn í morfín og skyld efni. "Það hefur verið lögð mikil vinna í þetta og menn hafa lagt sig mjög eftir að greina þennan geira sem er því miður stór og vaxandi," segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sem telur margar tillögur starfshópsins athygliverðar, sérstaklega um miðlæga innlagnarmiðstöð. Farið verði yfir tillögurnar en ekki hafi verið tekin ákvörðun um það enn hverju verði hrint í framkvæmd. "Ég reikna nú með að þingið muni láta sig skýrsluna einhverju varða," segir Jón en það verði þó að öllum líkindum ekki fyrr en á næsta þingi í haust. "Það skýrist á næstu mánuðum hvað við treystum okkur í af þessu." Aðrar tillögur starfshópsins miðuðu að því að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu, að fjárveitingar verði bundnar við málaflokk en ekki stofnanir og að rekstrarleyfi verði einungis veitt að uppfylltum skilyrðum. Bent var á að starfsemi sé of bundin við höfuðborgarsvæðið og að sveitarfélög gætu komið öflugar að málaflokknum. Of mikil áhersla sé lögð á innlagnir á stofnanir, en of lítið að sama skapi á vægari meðferðarúrræði, heilsugæslu og göngudeildarþjónustu. Úrræði þurfi að vera fjölbreyttari með tilliti til þarfa mismunandi hópa. Starfshópurinn leggur enn fremur áherslu á að rannsókna sé þörf á sviðinu. Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira
Kallað er á viðamiklar breytingar á þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi í skýrslu sem starfshópur á vegum trygginga- og heilbrigðisráðuneytis hefur unnið og lögð hefur verið fyrir Alþingi. Skýrslan er hluti af undirbúningi að mótun heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana sem samþykkt var á Alþingi vorið 2002. Í skýslunni eru lagðar fram ellefu tillögur til að bæta þjónustuna. Meðal annars er lagt til að sett verði á fót miðlæg innlagnarmiðstöð og skráning, sem gæfi möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni. Einnig að Sjúkrahúsið Vogur sérhæfi sig í meðferð við fíkn í morfín og skyld efni. "Það hefur verið lögð mikil vinna í þetta og menn hafa lagt sig mjög eftir að greina þennan geira sem er því miður stór og vaxandi," segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sem telur margar tillögur starfshópsins athygliverðar, sérstaklega um miðlæga innlagnarmiðstöð. Farið verði yfir tillögurnar en ekki hafi verið tekin ákvörðun um það enn hverju verði hrint í framkvæmd. "Ég reikna nú með að þingið muni láta sig skýrsluna einhverju varða," segir Jón en það verði þó að öllum líkindum ekki fyrr en á næsta þingi í haust. "Það skýrist á næstu mánuðum hvað við treystum okkur í af þessu." Aðrar tillögur starfshópsins miðuðu að því að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu, að fjárveitingar verði bundnar við málaflokk en ekki stofnanir og að rekstrarleyfi verði einungis veitt að uppfylltum skilyrðum. Bent var á að starfsemi sé of bundin við höfuðborgarsvæðið og að sveitarfélög gætu komið öflugar að málaflokknum. Of mikil áhersla sé lögð á innlagnir á stofnanir, en of lítið að sama skapi á vægari meðferðarúrræði, heilsugæslu og göngudeildarþjónustu. Úrræði þurfi að vera fjölbreyttari með tilliti til þarfa mismunandi hópa. Starfshópurinn leggur enn fremur áherslu á að rannsókna sé þörf á sviðinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira