Innlent

Ófeigur hvolpur tekinn í fóstur

Fjögurra mánaða Border Collie hvolpur, sem beið dauða síns á Hundahótelinu á Leirum, hefur verið tekinn í fóstur. Fimm manna fjölskylda í Kjós tók hvolpinn að sér eftir að eigandi hundahótelsins framlengdi dvöl hans í þeirri von að einhver gæfi honum tækifæri. Saga þessa hvolps fær því farsælan endi ólíkt þeim fimmtíu óskilahundum á höfuðborgarsvæðinu sem lógað er ár hvert og sagt var frá á Stöð 2 í síðustu viku, væntanlega vegna áhugaleysis eða kaldlyndis eigenda sinna, en langflestir þeirra vita af dýrunum sínum í vistinni. Þeim sem vilja skjóta skjólshúsi yfir heimilislausan hund er bent á að hafa samband við Hundahótelið á Leirum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×