Lærðu lítið af hörmungum stríðsins 8. maí 2005 00:01 Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. Hjörtur Haraldsson, sex barna faðir sem verður 92 ára í sumar, fæddist í Berlín í Þýskalandi. Hann fluttist til Danmerkur og var einn þeirra gyðinga sem Danir vísuðu úr landi. Hann þekkti fólk á Íslandi og kom því hingað með Brúarfossi árið 1935 með von um að hefja nýtt líf. Hann segir það hafa verið dásamlegt þegar hann kom fyrst að landi í Vík í Mýrdal. Hjörtur stóð svo uppi peningalaus, 21 árs gamall útlendingur í Reykjavík, þar sem enga vinnu var að fá. Á endanum fékk hann vinnu í sveit. Hann segist hafa fundið fyrir fordómum en hann hafi ekki tekið það nærri sér. Hann segir aðgerðir þýska sendiherrans hafa verið sýnu alvarlegri en sendiherrann vildi að Hirti yrði vísað úr landi. Einnig vildi hann að hann tæki upp annað nafn, t.d. Abraham eða Ísak, og tjáði þann vilja sinn í bréfasendingum ttil Hjartar. Við hernám Breta linnti áreitinu ekki því vegna róttækra sósíalískra skoðana Hjartar töldu bresk stjórnvöld einnig rétt að haft væri með honum eftirlit. Árið 1936, þegar íslensk stjórnvöld tóku upp á því að vísa gyðingum úr landi, segir Hjörtur að mikill ótti hafi gripið um sig þeirra á meðal. Vitað er að a.m.k. níu gyðingum var vísað af landi brott, þar á meðal fjögurra manna fjölskyldu. Flest þeirra fengu hæli í Danmörku. Hjörtur segir ekkert einfalt svar til við því hvort íslensk stjórnvöld hafi vitað að þau væru jafnvel að senda fólkið út í opinn dauðann. Brottvísanirnar hafi til dæmis ekki endilega byggst á gyðingahatri, heldur því að Íslendingar óttuðust að útlendingarnir tækju frá þeim vinnu. Sumir æskuvinir Hjartar létu lífið í útrýmingarbúðum nasista og einnig móðir hans sem reyndi að flýja frá Berlín til Bandaríkjanna í gegnum Danmörku. Hjörtur segir hana ekki hafa fengið leyfi til þess. Hún endaði svo líf sitt í gasklefa árið 1942 eða 1943. Þegar Hjörtur er spurður hvort maður jafni sig einhvern tímann á svona lífsreynslu svarar hann því stutt og ákveðið: „Aldrei.“ Forsætisráðherra Dana bað gyðinga formlega afsökunar fyrir hönd dönsku ríkisstjórnarinnar nýlega, fyrir að hafa rekið 21 gyðing úr landi á stríðsárunum og heim til Þýskalands. Flestir enduðu þeir lífið í útrýmingarbúðum. Aðspurður hvort Íslendingar eigi að gera slíkt hið sama segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra alltaf erfitt fyrir þau sem ekki voru fædd þegar stríðinu lauk að dæma söguna og það fólk sem var uppi á þeim tíma. Það sé erfitt að setja sig inn í aðstæðurnar sem ríktu. Hjörtur segir að mjög gott væri að fá afsökunarbeiðni en efast samt um að það nýtist nokkrum. Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. Hjörtur Haraldsson, sex barna faðir sem verður 92 ára í sumar, fæddist í Berlín í Þýskalandi. Hann fluttist til Danmerkur og var einn þeirra gyðinga sem Danir vísuðu úr landi. Hann þekkti fólk á Íslandi og kom því hingað með Brúarfossi árið 1935 með von um að hefja nýtt líf. Hann segir það hafa verið dásamlegt þegar hann kom fyrst að landi í Vík í Mýrdal. Hjörtur stóð svo uppi peningalaus, 21 árs gamall útlendingur í Reykjavík, þar sem enga vinnu var að fá. Á endanum fékk hann vinnu í sveit. Hann segist hafa fundið fyrir fordómum en hann hafi ekki tekið það nærri sér. Hann segir aðgerðir þýska sendiherrans hafa verið sýnu alvarlegri en sendiherrann vildi að Hirti yrði vísað úr landi. Einnig vildi hann að hann tæki upp annað nafn, t.d. Abraham eða Ísak, og tjáði þann vilja sinn í bréfasendingum ttil Hjartar. Við hernám Breta linnti áreitinu ekki því vegna róttækra sósíalískra skoðana Hjartar töldu bresk stjórnvöld einnig rétt að haft væri með honum eftirlit. Árið 1936, þegar íslensk stjórnvöld tóku upp á því að vísa gyðingum úr landi, segir Hjörtur að mikill ótti hafi gripið um sig þeirra á meðal. Vitað er að a.m.k. níu gyðingum var vísað af landi brott, þar á meðal fjögurra manna fjölskyldu. Flest þeirra fengu hæli í Danmörku. Hjörtur segir ekkert einfalt svar til við því hvort íslensk stjórnvöld hafi vitað að þau væru jafnvel að senda fólkið út í opinn dauðann. Brottvísanirnar hafi til dæmis ekki endilega byggst á gyðingahatri, heldur því að Íslendingar óttuðust að útlendingarnir tækju frá þeim vinnu. Sumir æskuvinir Hjartar létu lífið í útrýmingarbúðum nasista og einnig móðir hans sem reyndi að flýja frá Berlín til Bandaríkjanna í gegnum Danmörku. Hjörtur segir hana ekki hafa fengið leyfi til þess. Hún endaði svo líf sitt í gasklefa árið 1942 eða 1943. Þegar Hjörtur er spurður hvort maður jafni sig einhvern tímann á svona lífsreynslu svarar hann því stutt og ákveðið: „Aldrei.“ Forsætisráðherra Dana bað gyðinga formlega afsökunar fyrir hönd dönsku ríkisstjórnarinnar nýlega, fyrir að hafa rekið 21 gyðing úr landi á stríðsárunum og heim til Þýskalands. Flestir enduðu þeir lífið í útrýmingarbúðum. Aðspurður hvort Íslendingar eigi að gera slíkt hið sama segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra alltaf erfitt fyrir þau sem ekki voru fædd þegar stríðinu lauk að dæma söguna og það fólk sem var uppi á þeim tíma. Það sé erfitt að setja sig inn í aðstæðurnar sem ríktu. Hjörtur segir að mjög gott væri að fá afsökunarbeiðni en efast samt um að það nýtist nokkrum.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira