Innlent

Of lítill munur á dísel og bensíni

"Mér er það til efs, þrátt fyrir þessa fimm krónu lækkun, að atvinnubílstjórar séu spenntir fyrir því að vera á díselbíl frekar en bensínbíl, segir Óskar Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka dísilolíugjald um fimm krónur á lítrann frá 1. júlí næstkomandi en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí. Óskar telur þessa breytingu þó aðeins til bóta en segir að mönnum finnist þetta samt sem áður í hærra lagi og lítill ögrandi mismunur sé milli bensínlítraverðs og díselolíuverðs. Óskari sýnist að díselbílum muni fækka komi ekki til enn frekari lækkunar á dísellítranum. Hugsanlega myndu menn hugsa sig verulega um ef mismunurinn væri 10 krónur en díselbílar eru töluvert dýrari í innkaupum en bensínbílar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×