Innlent

Halldór kominn til Moskvu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er kominn til Moskvu til að vera viðstaddur hátíðarhöld í borginni á morgun þar sem þess er minnst að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum síðari heimsstyrjaldar í Evrópu. Leiðtogar og fulltrúar meira en fimmtíu ríkja eru væntanlegir til Moskvu vegna hátíðarhaldanna. Þrátt fyrir að vopnuðum átökum manna hafi ekki verið útrýmt telur Halldór að mannkynið hafi mikið lært af heimsstyrjöldinni. Sú staðreynd að þessar þjóðir komi saman á þessum degi sýni að menn vilji friðsamlega sambúð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×