Innlent

Kópavogur 50 ára

Kópavogur er 50 ára og heldur afmælisveislu í Fífunni en helmingur hennar verður fylltur með leiktækjum þar sem ungir sem aldnir geta leikið sér að vild. Bakarar hafa sameinast um að baka 50 metra afmælisköku og afmælisgestum verður einnig boðið upp á gos og kaffi. Um skemmtidagskrána, sem hefst klukkan tvö, sjá meðal annars Skólahljómsveit Kópavogs og barnakórar í Kópavogi, Nylon og Idol-stjörnurnar Hildur Vala og Davíð Smári. Þá verða frumflutt vinningslög úr samkeppninni um Kópavogslagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×