Innlent

Sjónvarpsstöð enska boltans

Enski boltinn mun ekki trufla dagskrá Skjás eins næsta vetur því stofnuð verður sérstök áskriftarstöð tileinkuð honum á breiðbandinu. Þeir sem ekki eru tengdir því geta fengið sérstakan Adsl búnað og tekið við útsendingum í gegnum hann. Snorri Már Skúlason, verkefnisstjóri enska boltans á Skjá einum, segir þetta verða byltingu í allri umfjöllun um enska boltann. "Við munum geta sýnt áttatíu prósent leikjanna í beinni útsendingu og aðdáendur geta valið sér leiki," segir hann og reiknar með því að áskriftin verði ekki mjög dýr. Snorri segir ennfremur ljóst að þessi tilhögun þýði að þeir muni þurfa að bæta við sig starfsfólki. "Það verða líka allar lýsingar frá leikjunum að vera á íslensku."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×