Mannkynið lærði mikið af stríðinu 8. maí 2005 00:01 Þess er minnst víða í Evrópu í dag að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum seinna stríðs í Evrópu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem tekur þátt í hátíðahöldum í Moskvu, telur að mannkynið hafi, þrátt fyrir allt, lært mikið af hildarleiknum. Mikil hátíðarhöld fara fram í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi í dag. Af því tilefni var 30 kílómetra löng keðja fólks, sem hélt á friðarkerti, mynduð í Berlín til þess að minnast stríðslokanna. Keðjan náði frá vesturhluta Berlínar til Brandenborgarhliðsins og alla leið inn í austurhluta borgarinnar. Sérstök hátíðarguðsþjónusta fer svo fram við Brandenborgarhliðið í dag. Mikil öryggisgæsla er í Berlín og hefur óeirðalögregla umkringt svæði þar sem nýnasistar halda sig í austurhluta borgarinnar af ótta við að til átaka komi. Nýnasistar hafa skipulagt sérstaka göngu undir yfirskriftinni „60 ár af lygi um frelsun Þýskalands“ og hafa andfasistar hótað að trufla gönguna. Stríðslokanna verður minnst í Moskvu á morgun. Þangað koma leiðtogar og fulltrúar meira en fimmtíu ríkja og meðal þeirra verður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Þrátt fyrir að vopnuðum átökum manna hafi ekki verið útrýmt telur Halldór að mannkynið hafi mikið lært af heimsstyrjöldinni síðari. Sú staðreynd að þessar þjóðir komi saman á þessum degi sýni að menn vilji friðsamlega sambúð. „Það má segja að samvinna Evrópu hafi orðið til upp úr því, þ.e. Evrópusambandið, því alltaf þegar sambandið er nefnt þá tala menn um að það sé mjög mikilvægt til að viðhalda friði,“ segir Halldór sem staddur er í Stokkhólmi á leiðinni til Moskvu. Halldór segir að ekki síst sé eðlilegt að minnast framlags Íslendinga í stríðinu. Þjóðin hafi lagt til land og hafsvæðið í umhverfis landið sem skipti mjög miklu máli í sambandi við stríðið, birgðaflutningarnir til Múrmansk hafi t.a.m. farið um Ísland. Þá sé það staðreynd að margir Íslendingar hafi týnt lífi í hildarleiknum, sérstaklega sjómenn sem siglu með fisk til Evrópu. „Það er oft sagt að blóðtaka okkar hafi verið álíka mikil hlutfallslega,“ segir Halldór. Hann vill einnig minnast þess að þrátt fyrir að nasiminn hafi verið sigraður á þessum degi fyrir 60 árum þá hafi önnur barátta hafist sem var kalda stríðið þar sem ýmsar þjóðir misstu nánast sjálfstæði sitt, þ.á m. Eystrasaltsríkin. George Bush, forseti Bandaríkjanna, verður einnig viðstaddur hátíðarhöldin í Moskvu. Hann tók þátt í minningarathöfn í Amsterdam nú fyrir hádegi um þá hollensku hermenn sem féllu í síðari heimstyrjöldinni. Bush sagði að þennan dag árið 1945 hefði unnist mikill frelsisigur í Evrópu og hann þakkaði Hollendingum fyrir að votta Bandaríkjamönnum, sem aldrei sneru heim til sín eftir stríðið, virðingu sína. 61 þjóð dróst inn í hildarleikinn sem kostaði 55 milljónir manna lífið. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Þess er minnst víða í Evrópu í dag að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum seinna stríðs í Evrópu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem tekur þátt í hátíðahöldum í Moskvu, telur að mannkynið hafi, þrátt fyrir allt, lært mikið af hildarleiknum. Mikil hátíðarhöld fara fram í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi í dag. Af því tilefni var 30 kílómetra löng keðja fólks, sem hélt á friðarkerti, mynduð í Berlín til þess að minnast stríðslokanna. Keðjan náði frá vesturhluta Berlínar til Brandenborgarhliðsins og alla leið inn í austurhluta borgarinnar. Sérstök hátíðarguðsþjónusta fer svo fram við Brandenborgarhliðið í dag. Mikil öryggisgæsla er í Berlín og hefur óeirðalögregla umkringt svæði þar sem nýnasistar halda sig í austurhluta borgarinnar af ótta við að til átaka komi. Nýnasistar hafa skipulagt sérstaka göngu undir yfirskriftinni „60 ár af lygi um frelsun Þýskalands“ og hafa andfasistar hótað að trufla gönguna. Stríðslokanna verður minnst í Moskvu á morgun. Þangað koma leiðtogar og fulltrúar meira en fimmtíu ríkja og meðal þeirra verður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Þrátt fyrir að vopnuðum átökum manna hafi ekki verið útrýmt telur Halldór að mannkynið hafi mikið lært af heimsstyrjöldinni síðari. Sú staðreynd að þessar þjóðir komi saman á þessum degi sýni að menn vilji friðsamlega sambúð. „Það má segja að samvinna Evrópu hafi orðið til upp úr því, þ.e. Evrópusambandið, því alltaf þegar sambandið er nefnt þá tala menn um að það sé mjög mikilvægt til að viðhalda friði,“ segir Halldór sem staddur er í Stokkhólmi á leiðinni til Moskvu. Halldór segir að ekki síst sé eðlilegt að minnast framlags Íslendinga í stríðinu. Þjóðin hafi lagt til land og hafsvæðið í umhverfis landið sem skipti mjög miklu máli í sambandi við stríðið, birgðaflutningarnir til Múrmansk hafi t.a.m. farið um Ísland. Þá sé það staðreynd að margir Íslendingar hafi týnt lífi í hildarleiknum, sérstaklega sjómenn sem siglu með fisk til Evrópu. „Það er oft sagt að blóðtaka okkar hafi verið álíka mikil hlutfallslega,“ segir Halldór. Hann vill einnig minnast þess að þrátt fyrir að nasiminn hafi verið sigraður á þessum degi fyrir 60 árum þá hafi önnur barátta hafist sem var kalda stríðið þar sem ýmsar þjóðir misstu nánast sjálfstæði sitt, þ.á m. Eystrasaltsríkin. George Bush, forseti Bandaríkjanna, verður einnig viðstaddur hátíðarhöldin í Moskvu. Hann tók þátt í minningarathöfn í Amsterdam nú fyrir hádegi um þá hollensku hermenn sem féllu í síðari heimstyrjöldinni. Bush sagði að þennan dag árið 1945 hefði unnist mikill frelsisigur í Evrópu og hann þakkaði Hollendingum fyrir að votta Bandaríkjamönnum, sem aldrei sneru heim til sín eftir stríðið, virðingu sína. 61 þjóð dróst inn í hildarleikinn sem kostaði 55 milljónir manna lífið.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira