Mannkynið lærði mikið af stríðinu 8. maí 2005 00:01 Þess er minnst víða í Evrópu í dag að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum seinna stríðs í Evrópu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem tekur þátt í hátíðahöldum í Moskvu, telur að mannkynið hafi, þrátt fyrir allt, lært mikið af hildarleiknum. Mikil hátíðarhöld fara fram í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi í dag. Af því tilefni var 30 kílómetra löng keðja fólks, sem hélt á friðarkerti, mynduð í Berlín til þess að minnast stríðslokanna. Keðjan náði frá vesturhluta Berlínar til Brandenborgarhliðsins og alla leið inn í austurhluta borgarinnar. Sérstök hátíðarguðsþjónusta fer svo fram við Brandenborgarhliðið í dag. Mikil öryggisgæsla er í Berlín og hefur óeirðalögregla umkringt svæði þar sem nýnasistar halda sig í austurhluta borgarinnar af ótta við að til átaka komi. Nýnasistar hafa skipulagt sérstaka göngu undir yfirskriftinni „60 ár af lygi um frelsun Þýskalands“ og hafa andfasistar hótað að trufla gönguna. Stríðslokanna verður minnst í Moskvu á morgun. Þangað koma leiðtogar og fulltrúar meira en fimmtíu ríkja og meðal þeirra verður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Þrátt fyrir að vopnuðum átökum manna hafi ekki verið útrýmt telur Halldór að mannkynið hafi mikið lært af heimsstyrjöldinni síðari. Sú staðreynd að þessar þjóðir komi saman á þessum degi sýni að menn vilji friðsamlega sambúð. „Það má segja að samvinna Evrópu hafi orðið til upp úr því, þ.e. Evrópusambandið, því alltaf þegar sambandið er nefnt þá tala menn um að það sé mjög mikilvægt til að viðhalda friði,“ segir Halldór sem staddur er í Stokkhólmi á leiðinni til Moskvu. Halldór segir að ekki síst sé eðlilegt að minnast framlags Íslendinga í stríðinu. Þjóðin hafi lagt til land og hafsvæðið í umhverfis landið sem skipti mjög miklu máli í sambandi við stríðið, birgðaflutningarnir til Múrmansk hafi t.a.m. farið um Ísland. Þá sé það staðreynd að margir Íslendingar hafi týnt lífi í hildarleiknum, sérstaklega sjómenn sem siglu með fisk til Evrópu. „Það er oft sagt að blóðtaka okkar hafi verið álíka mikil hlutfallslega,“ segir Halldór. Hann vill einnig minnast þess að þrátt fyrir að nasiminn hafi verið sigraður á þessum degi fyrir 60 árum þá hafi önnur barátta hafist sem var kalda stríðið þar sem ýmsar þjóðir misstu nánast sjálfstæði sitt, þ.á m. Eystrasaltsríkin. George Bush, forseti Bandaríkjanna, verður einnig viðstaddur hátíðarhöldin í Moskvu. Hann tók þátt í minningarathöfn í Amsterdam nú fyrir hádegi um þá hollensku hermenn sem féllu í síðari heimstyrjöldinni. Bush sagði að þennan dag árið 1945 hefði unnist mikill frelsisigur í Evrópu og hann þakkaði Hollendingum fyrir að votta Bandaríkjamönnum, sem aldrei sneru heim til sín eftir stríðið, virðingu sína. 61 þjóð dróst inn í hildarleikinn sem kostaði 55 milljónir manna lífið. Fréttir Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Þess er minnst víða í Evrópu í dag að 60 ár eru liðin frá uppgjöf nasista og lokum seinna stríðs í Evrópu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem tekur þátt í hátíðahöldum í Moskvu, telur að mannkynið hafi, þrátt fyrir allt, lært mikið af hildarleiknum. Mikil hátíðarhöld fara fram í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi í dag. Af því tilefni var 30 kílómetra löng keðja fólks, sem hélt á friðarkerti, mynduð í Berlín til þess að minnast stríðslokanna. Keðjan náði frá vesturhluta Berlínar til Brandenborgarhliðsins og alla leið inn í austurhluta borgarinnar. Sérstök hátíðarguðsþjónusta fer svo fram við Brandenborgarhliðið í dag. Mikil öryggisgæsla er í Berlín og hefur óeirðalögregla umkringt svæði þar sem nýnasistar halda sig í austurhluta borgarinnar af ótta við að til átaka komi. Nýnasistar hafa skipulagt sérstaka göngu undir yfirskriftinni „60 ár af lygi um frelsun Þýskalands“ og hafa andfasistar hótað að trufla gönguna. Stríðslokanna verður minnst í Moskvu á morgun. Þangað koma leiðtogar og fulltrúar meira en fimmtíu ríkja og meðal þeirra verður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Þrátt fyrir að vopnuðum átökum manna hafi ekki verið útrýmt telur Halldór að mannkynið hafi mikið lært af heimsstyrjöldinni síðari. Sú staðreynd að þessar þjóðir komi saman á þessum degi sýni að menn vilji friðsamlega sambúð. „Það má segja að samvinna Evrópu hafi orðið til upp úr því, þ.e. Evrópusambandið, því alltaf þegar sambandið er nefnt þá tala menn um að það sé mjög mikilvægt til að viðhalda friði,“ segir Halldór sem staddur er í Stokkhólmi á leiðinni til Moskvu. Halldór segir að ekki síst sé eðlilegt að minnast framlags Íslendinga í stríðinu. Þjóðin hafi lagt til land og hafsvæðið í umhverfis landið sem skipti mjög miklu máli í sambandi við stríðið, birgðaflutningarnir til Múrmansk hafi t.a.m. farið um Ísland. Þá sé það staðreynd að margir Íslendingar hafi týnt lífi í hildarleiknum, sérstaklega sjómenn sem siglu með fisk til Evrópu. „Það er oft sagt að blóðtaka okkar hafi verið álíka mikil hlutfallslega,“ segir Halldór. Hann vill einnig minnast þess að þrátt fyrir að nasiminn hafi verið sigraður á þessum degi fyrir 60 árum þá hafi önnur barátta hafist sem var kalda stríðið þar sem ýmsar þjóðir misstu nánast sjálfstæði sitt, þ.á m. Eystrasaltsríkin. George Bush, forseti Bandaríkjanna, verður einnig viðstaddur hátíðarhöldin í Moskvu. Hann tók þátt í minningarathöfn í Amsterdam nú fyrir hádegi um þá hollensku hermenn sem féllu í síðari heimstyrjöldinni. Bush sagði að þennan dag árið 1945 hefði unnist mikill frelsisigur í Evrópu og hann þakkaði Hollendingum fyrir að votta Bandaríkjamönnum, sem aldrei sneru heim til sín eftir stríðið, virðingu sína. 61 þjóð dróst inn í hildarleikinn sem kostaði 55 milljónir manna lífið.
Fréttir Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira