Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Guðjón Pétur náði í stig fyrir Valsmenn

    Blikar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli á rennandi blautum Kópavogsvelli í kvöld, en Valsmenn jöfnuðu metin í blálokin þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Andri Rafn Yeoman skoraði mark Breiðabliks rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og það stefndi allt í heimasigur. Valsmenn gefast aftur á móti aldrei upp og náðu að knýja fram jafntefli.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Gylfi Orrason: Brosum bara í kampinn

    Mikil og heit umræða hefur verið um dómgæsluna í toppslag KR og ÍBV í fyrrakvöld, sem og á leikjum KR fyrr í sumar. Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, gefur lítið fyrir umræðuna. „Dómarar eru með sterk bein.“

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Eyjamennirnir hætta aldrei

    Jöfnunarmark Aarons Spear á KR-vellinum í fyrrakvöld mun hafa mikil áhrif á þróun mála í titilbaráttu Pepsi-deildar karla í sumar en það var líka enn eitt dæmið um að Eyjamennirnir hætta aldrei og eru alltaf líklegir til að skora, sama hversu lítið er eftir af leikjunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Engin hljóðfæri í stúkunni á KR-vellinum

    Reiknað er með góðri mætingu á KR-völlinn í kvöld en ljóst að áhorfendur verða að láta hendur og raddbönd nægja til þess að styðja sín lið. Á KR-vellinum ríkir hljóðfærabann sem þýðir að meðlimir stuðningsbands ÍBV, Stalla-Hú, þurfa að skilja hljóðfæri sín eftir heima.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Eyjamenn taka stóra prófið í kvöld

    KR og ÍBV mætast í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar leikur liðanna úr 9. umferð fer fram. Leiknum var frestað á sínum tíma vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppnunum. Um toppslag er að ræða í deildinni og ljóst að það er mikið undir.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Steven Lennon: Við getum bjargað okkur

    Steven Lennon er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Fram vann 3-1 sigur á Val í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fram í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum sigurleiknum – gegn Víkingi 18. júlí. Alls hefur hann nú skorað fjögur mörk í sex leikjum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Arnar Sveinn í tveggja leikja bann

    Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Arnar Sveinn hlaut rautt spjald í viðureign Fram og Vals á Laugardalsvelli í gærkvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Átti Árni markið þrátt fyrir allt?

    Mikill ruglingur hefur verið um hver hafi skorað fyrra mark Breiðabliks í 2-1 sigri liðsins á Fylki í gær. Líklegast var það rétt sem kom fram í upphafi - að Árni Vilhjálmsson hafi skorað markið.

    Íslenski boltinn