Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga

Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vísindasamfélagið

Brynjar Níelsson segir að svo virðist sem ýmsir telji peninga vaxa í sérhannaðri skúffu hjá Bjarna Ben og að maturinn verði til í Bónus.

Skoðun
Fréttamynd

Átta greindust innan­lands

Átta greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Ekki hafa svo fáir greinst á einum degi síðan 14. september. Einungis tveir af þessum átta sem greindust voru í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir nemar einir á báti

Síðustu tvær annir hafa verið öllum krefjandi og erfiðar. Nemendur finna fyrir auknu álagi, stressi og kvíða. Flestir eru orðnir langþreyttir á kennslu í gegnum samskiptaforritið ZOOM og að fá ekki að hitta fólk upp í skóla, en nærri því öll þessi önn hefur verið kennd á rafrænan máta.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna

Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna.

Innlent