Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 11:02 Allar verslanir Haga, þar á meðal Bónus og Hagkaup, ásamt Krónunni og Elko verða áfram með grímuskyldu fyrir alla, líka þá sem lokið hafa Covid-einangrun. Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag. Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu á grímuskyldu. Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun þurfa ekki lengur að nota grímu, að því gefnu að þeir sýni fram á vottorð þess efnis. Hagar segja frá því í tilkynningu í dag að slík vottorð verði ekki tekin gild. „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei,“ segir í tilkynningu. Verslanir sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Reykjavíkurapótek, Rekstrarland og Stórkaup, sem og þjónustustöðvar Olís. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra Haga í tilkynningu að nýja reglugerðin verði til þess að auka álag á framlínustarfsfólk verslana til muna. Ákveðið hafi verið að halda grímuskyldunni óbreyttri. Finnur Oddsson, forstjóri Haga.Vísir/vilhelm „Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir í svari við fyrirspurn Vísis að áfram verði grímuskylda í verslunum Krónunnar þegar ný reglugerð tekur gildi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar (fyrir miðju).Vísir/hanna Þá verða einnig allir skyldaðir til að bera grímu í verslunum ELKO. Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri ELKO segir í svari við fyrirspurn Vísi að ekki sé stætt á því að krefja grímulausa um vottorð. Það sé jafnframt óöryggi fólgið í því fyrir viðskiptavini að sjá fólk grímulaust. Sami hátturinn verður jafnframt hafður á í öllum ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland - grímuskylda fyrir alla þrátt fyrir vottorð. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um grímufyrirkomulag þegar ný reglugerð taki gildi á miðvikudag. „Við verðum að bíða átekta og sjá, við höfum ekki fengið að sjá hvernig þetta vottorð mun líta út og þá er reglugerðin heldur ekki komin út,“ segir Guðmundur. Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag. Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu á grímuskyldu. Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun þurfa ekki lengur að nota grímu, að því gefnu að þeir sýni fram á vottorð þess efnis. Hagar segja frá því í tilkynningu í dag að slík vottorð verði ekki tekin gild. „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei,“ segir í tilkynningu. Verslanir sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Reykjavíkurapótek, Rekstrarland og Stórkaup, sem og þjónustustöðvar Olís. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra Haga í tilkynningu að nýja reglugerðin verði til þess að auka álag á framlínustarfsfólk verslana til muna. Ákveðið hafi verið að halda grímuskyldunni óbreyttri. Finnur Oddsson, forstjóri Haga.Vísir/vilhelm „Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir í svari við fyrirspurn Vísis að áfram verði grímuskylda í verslunum Krónunnar þegar ný reglugerð tekur gildi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar (fyrir miðju).Vísir/hanna Þá verða einnig allir skyldaðir til að bera grímu í verslunum ELKO. Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri ELKO segir í svari við fyrirspurn Vísi að ekki sé stætt á því að krefja grímulausa um vottorð. Það sé jafnframt óöryggi fólgið í því fyrir viðskiptavini að sjá fólk grímulaust. Sami hátturinn verður jafnframt hafður á í öllum ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland - grímuskylda fyrir alla þrátt fyrir vottorð. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um grímufyrirkomulag þegar ný reglugerð taki gildi á miðvikudag. „Við verðum að bíða átekta og sjá, við höfum ekki fengið að sjá hvernig þetta vottorð mun líta út og þá er reglugerðin heldur ekki komin út,“ segir Guðmundur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45
Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf