Óttast meiri smithættu í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í þeim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:05 Það var nokkuð margt um manninn í Smáralind í dag enda jólavertíðin að hefjast. Vísir/Sunna Karen Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir harðlega að tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn, nái ekki til verslana sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir. Með nýjum reglum sem taka gildi á miðvikudag munu fjöldatakmarkanir almennt miðast áfram við tíu manns að hámarki. Þetta segir Andrés vera mikil vonbrigði. Hann segir skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Hann óttast einnig að þessar fjöldatakmarkanir muni hafa skaðleg áhrif á jólaverslun. Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir sem hafi ekki síður í för með sér aukna smithættu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Við gagnrýnum þetta mjög mikið. Þessi tilkynning olli okkur miklum vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld kæmu til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haldið á lofti í samtölum okkar við þríeykið og stjórnvöld á undanförnum vikum, að það verði að taka tillit til stærðar húsnæðis sem um er að ræða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. „Það er engin lógík í því að lítið apótek hérna í Kópavogi, sem að ég labbaði fram hjá rétt áðan, pínulítið apótek í austurhluta Kópavogs, megi hafa 50 viðskiptavini þar inni á sama tíma á meðan stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi sem er 22.500 fermetrar megi hafa 10 inni,“ segir Andrés. Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen „Það fær enginn mann til að trúa því að út frá sóttvarnasjónarmiðum sé minni hætta á smiti inni í apótekinu heldur en í risastóru húsnæði eins og byggingavöruverslanirnar eru til dæmis. Þess utan erum við náttúrlega að benda á það líka að samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur ekki eitt einasta smit komið upp í verslunum,“ bætir hann við. Hann sé sérlega óánægður með stöðuna í ljósi þess að nú sé háannatími jólavertíðarinnar að hefjast. „Þetta kemur til með að hafa slæm áhrif á jólaverslun. Það fer einhver hluti af viðskiptunum fram á netinu en það mun að okkar mati hvergi duga til að vinna upp það óhagræði, og ég vil segja tap, sem greinin mun verða fyrir út af þessu,“ segir Andrés. Viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan verslanir í Smáralind í dag, enda mega aðeins tíu vera inni í hverri verslun í einu.Vísir/Sunna Karen Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smáralind í dag var töluvert margt um manninn og nokkuð um það að raðir mynduðust fyrir utan verslanir. Þetta getur gerst hvort sem er innan eða utan verslunarmiðstöðva að sögn Andrésar. „Það er allra veðra von og við trúum því ekki að það sé minni smithætta í röðum þar sem það er ekkert hægt að fylgjast með því hvort fólk viðri tveggja metra regluna. Við teljum með öðrum orðum að það sé mun meiri smithætta í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í stóru og rúmgóðu verslunarhúsnæði,“ segir Andrés. Í einhverjum tilfellum voru fleiri í röð utan við verslanir en inni í verslununum.Vísir/Sunna Karen „Allar þessar aðgerðir valda okkur vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld myndu slaka á þessu, taka tillit til þeirra sjónarmiða sem við höfum haldið á lofti, að það verði að vera samræmi. Að fjöldi þeirra sem mega vera inni í húsnæði á hverjum tíma miðist við stærð þess húsnæðis sem um er að ræða. Það getur ekki stjórnað smithættunni hvaða tegund verslunar er um að ræða, við erum búin að hamra á þessu við stjórnvöld,“ segir Andrés. „Þess vegna er þetta útspil og þessar nýju aðgerðir sem koma til framkvæmda á miðvikudaginn veruleg vonbrigði fyrir okkur.“ Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir harðlega að tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn, nái ekki til verslana sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir. Með nýjum reglum sem taka gildi á miðvikudag munu fjöldatakmarkanir almennt miðast áfram við tíu manns að hámarki. Þetta segir Andrés vera mikil vonbrigði. Hann segir skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Hann óttast einnig að þessar fjöldatakmarkanir muni hafa skaðleg áhrif á jólaverslun. Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir sem hafi ekki síður í för með sér aukna smithættu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Við gagnrýnum þetta mjög mikið. Þessi tilkynning olli okkur miklum vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld kæmu til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haldið á lofti í samtölum okkar við þríeykið og stjórnvöld á undanförnum vikum, að það verði að taka tillit til stærðar húsnæðis sem um er að ræða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. „Það er engin lógík í því að lítið apótek hérna í Kópavogi, sem að ég labbaði fram hjá rétt áðan, pínulítið apótek í austurhluta Kópavogs, megi hafa 50 viðskiptavini þar inni á sama tíma á meðan stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi sem er 22.500 fermetrar megi hafa 10 inni,“ segir Andrés. Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen „Það fær enginn mann til að trúa því að út frá sóttvarnasjónarmiðum sé minni hætta á smiti inni í apótekinu heldur en í risastóru húsnæði eins og byggingavöruverslanirnar eru til dæmis. Þess utan erum við náttúrlega að benda á það líka að samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur ekki eitt einasta smit komið upp í verslunum,“ bætir hann við. Hann sé sérlega óánægður með stöðuna í ljósi þess að nú sé háannatími jólavertíðarinnar að hefjast. „Þetta kemur til með að hafa slæm áhrif á jólaverslun. Það fer einhver hluti af viðskiptunum fram á netinu en það mun að okkar mati hvergi duga til að vinna upp það óhagræði, og ég vil segja tap, sem greinin mun verða fyrir út af þessu,“ segir Andrés. Viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan verslanir í Smáralind í dag, enda mega aðeins tíu vera inni í hverri verslun í einu.Vísir/Sunna Karen Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smáralind í dag var töluvert margt um manninn og nokkuð um það að raðir mynduðust fyrir utan verslanir. Þetta getur gerst hvort sem er innan eða utan verslunarmiðstöðva að sögn Andrésar. „Það er allra veðra von og við trúum því ekki að það sé minni smithætta í röðum þar sem það er ekkert hægt að fylgjast með því hvort fólk viðri tveggja metra regluna. Við teljum með öðrum orðum að það sé mun meiri smithætta í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í stóru og rúmgóðu verslunarhúsnæði,“ segir Andrés. Í einhverjum tilfellum voru fleiri í röð utan við verslanir en inni í verslununum.Vísir/Sunna Karen „Allar þessar aðgerðir valda okkur vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld myndu slaka á þessu, taka tillit til þeirra sjónarmiða sem við höfum haldið á lofti, að það verði að vera samræmi. Að fjöldi þeirra sem mega vera inni í húsnæði á hverjum tíma miðist við stærð þess húsnæðis sem um er að ræða. Það getur ekki stjórnað smithættunni hvaða tegund verslunar er um að ræða, við erum búin að hamra á þessu við stjórnvöld,“ segir Andrés. „Þess vegna er þetta útspil og þessar nýju aðgerðir sem koma til framkvæmda á miðvikudaginn veruleg vonbrigði fyrir okkur.“ Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira