Viðskipti innlent

Löng röð fyrir utan Costco

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Röð fyrir utan Costco um tíuleytið.
Röð fyrir utan Costco um tíuleytið. Vísir

Jólaverslun virðist hafin með látum ef marka má fjölda fólks sem lagði leið sína í verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þar mátti sjá nokkuð langar raðir fyrir utan margar verslanir sökum þess að tíu manna hámark er í verslunum sem sendur vegna kórónuveirufaraldursins. Hámarkið verður tíu manns að óbreyttu til 2. desember.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera.

Útsendari fréttastofu átti leið í Kauptún í morgun þar sem hann ætlaði að skoða rafpíanó til sölu í Costco. Hann mætti fyrir klukkan tíu í þeim tilgangi að sleppa við röð seinni partinn. Hans beið hins vegar tugir manna í röð að bíða eftir að verslunin yrði opin.

Costco flokkast sem matvöruverslun og því eru rýmri heimildir til að taka á móti gestum. Samkvæmt reglugerð ráðherra geta verið 100 viðskiptavinir inni í Costco á hverjum tíma.

Að neðan má sjá myndband af röðinni frá því í morgun.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,21
6
91.368
REITIR
1,15
5
336.100
EIK
0,78
5
128.700
ICESEA
0,65
15
108.259
ARION
0,27
12
107.219

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,96
11
446.674
EIM
-1,64
4
99.716
KVIKA
-1,19
24
661.998
FESTI
-0,85
13
149.379
SVN
-0,6
16
62.046
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.