Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Bergþór Pálsson, óperusöngvari, dvaldi um áramótin í herberginu þar sem eitt ástsælasta óperutónskáld veraldar, Giuseppe Verdi, andaðist fyrir öld og aldarfjórðungi síðan. Það kom til fyrir hreina tilviljun. Lífið 25.1.2026 14:44
Valentino er allur Tískumógúllinn Ludovico Clemente Garavani, best þekktur sem Valentino, er látinn 93 ára að aldri. Tíska og hönnun 19.1.2026 17:28
Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Ásta Sigurðardóttir ævintýrakona fór fyrir fáeinum árum til Sikileyjar til að skoða einnar evru hús, en endaði á því að kaupa sér ekki hús á eina evru. Enda sá hún fram á að það yrði á endanum dýrara og tímafrekara að gera einnar evru hús íbúðarhæft, heldur en að kaupa dýrari eign. Sem hún gerði og hefur nú gert upp stórt hús í hjarta Salemi, sem er fjallaþorp á miðri Sikiley. Lífið 19.1.2026 12:00
Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Veitingastaðurinn Grazie Trattoria opnaði í apríl 2022 í glæsilegu nýju húsnæði við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval ítalskra rétta og ekta ítalska og heimilislega stemningu enda er margt starfsfólk frá Ítalíu auk þess sem meðalaldur starfsfólk er hærri en gengur og gerist í veitingageiranum. Grazie Trattoria er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 11. desember 2025 09:55
Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. Erlent 4. desember 2025 19:03
Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Federica Mogherini, fyrrverandi utanríkismálstjóri Evrópusambandsins, er sögð ein þriggja einstaklinga sem voru handteknir í aðgerðum belgísku lögreglunnar í dag. Húsleit var einnig gerð hjá utanríkisþjónustu sambandsins en aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á meintu misferli í útboði. Erlent 2. desember 2025 13:13
„Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Borgarstjóri Pesaro á Ítalíu hefur beðið fjölskyldu stórsöngvarans Luciano Pavarotti afsökunar, eftir að skautasvell var byggt í kringum styttu af tenórnum. Erlent 2. desember 2025 07:43
Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Ítalska þingið hefur frestað umræðum um frumvarp sem átti að festa samþykki í lög. Frumvarpið byggir á samkomulagi forsætisráðherrans Giorgiu Meloni og helsta andstæðings hennar, Elly Shclein, leiðtoga Demókrata en það var aðstoðar forsætisráðherrann Matteo Salvini sem kom í veg fyrir framgang þess. Erlent 28. nóvember 2025 08:10
Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Ítalska þingið hefur samþykkt samhljóða að morð á konum, vegna þess að þær eru konur, verði séstaklega nefnd í refsilöggjöf landsins. Þeir sem gerast sekir um þessi brot eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Erlent 26. nóvember 2025 07:54
Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Ítalar hafa samþykkt lög sem gera skíða- og snjóbrettaköppum skylt að nota hjálm á meðan þeir stunda íþróttina. Þeir sem nota ekki hjálminn geta átt von á sekt. Erlent 25. nóvember 2025 18:42
Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Ákvörðun dómara á Ítalíu að láta taka börn frá foreldrum sínum sem eru frá Ástralíu og Bretlandi hefur vakið nokkra reiði í landinu en sumum þykir um að ræða aðför gegn óhefðbundnum lífstíl. Stjórnvöld hafa tjáð sig um málið og hyggjast skoða það. Erlent 25. nóvember 2025 08:33
Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Áfrýjunardómstóll í Ancona á Ítalíu hefur snúið við umdeildum sýknudómi vegna kynferðisbrots sem átti sér stað árið 2019 í bænum Macerata. Í málinu kærði sautján ára gömul íslensk stúlka ítalskan karlmann fyrir nauðgun. Stúlkan var komin til Ítalíu til að sækja tungumálanámskeið og fór á stefnumót sem endaði með skelfilegum hætti. Karlmaðurinn hefur nú sex árum síðar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. Innlent 24. nóvember 2025 07:03
Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á. Erlent 19. nóvember 2025 11:38
Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. Lífið 18. nóvember 2025 11:05
Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Ákæruvaldið í Mílanó hefur hafið rannsókn á ásökunum um að einstaklingar frá Ítalíu hafi greitt hermönnum Radovan Karadžić, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, fyrir að fá að koma og skjóta og drepa almenna borgara í Sarajevo. Erlent 12. nóvember 2025 06:53
„Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Gullöld íslenskrar tungu er runnin upp að mati kennara við Háskóla Íslands sem vísar til þess að á áttunda hundrað læra nú íslensku sem annað mál við skólann. Margrét Helga fréttamaður hitti þrjá nemendur á öðru ári sem tala reiprennandi íslensku, elska orðin jökulhlaup og landkynning og tárast yfir textum Unu Torfa. Innlent 7. nóvember 2025 07:00
Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Verkamaður sem varð innlyksa í rústum turns sem hrundi í Róm, höfuðborg Ítalíu, í gær er látinn. Hinn látni, Octay Stroici, var leystur undan rústunum um klukkan ellefu að staðartíma í gærkvöldi, næstum hálfum sólarhring eftir að hluti turnsins hrundi. Erlent 4. nóvember 2025 07:45
Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Turn frá miðöldum, Torre dei Conti, hrundi að hluta í morgun í Róm við endurbætur á turninum. Turninn er staðsettur nærri Collosseum. Í frétt AP kemur fram að einn verkamaður hafi slasast lífshættulega þegar turninn hrundi og annar hafi verið fastur. Erlent 3. nóvember 2025 13:41
„Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Sænski leikarinn Björn Andrésen, sem varð heimsfrægur sem „fallegasti drengur í heimi“ þegar hann lék í kvikmyndinni Dauðinn í Feneyjum árið 1971, er látinn, 70 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 27. október 2025 16:23
Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti „Í dag er sambandið við sjálfa mig mjög fallegt. Það hefur verið stormasamt og það eru margir sem þekkja þá sögu,“ segir myndlistarkonan Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir sem var að opna sýninguna Í fangi þínu má ég vera þú, má ég vera lítil. Herdís málar stórkostlega falleg ólíumálverk sem minna á gömlu meistarana og hefur alltaf farið eigin leiðir í lífinu. Lífið 26. október 2025 07:02
„Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Það er einhver rómantík og sjarmi yfir ítalskri matargerð. Ása María Reginsdóttir, eigandi veitingastaðarins Olifa, deilir reglulega ítölskum uppskriftum á Instagram-síðu sinni sem einkennast af fáum hráefnum og ferskleika. Að þessu sinni kynnir hún rétt sem hún segir vera táknmynd ítalskrar matargerðar. Matur 23. október 2025 09:42
Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Ítalir eru í áfalli eftir að rútubílstjóri stuðningsmanna körfuboltaliðs lést vegna grjóts sem kastað var í hann á heimleið eftir leik í gær. Körfubolti 20. október 2025 15:16
Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sprengja sprakk undir bíl eins fremsta rannsóknarblaðamanns Ítalíu fyrir utan heimili hans sunnan af Róm í nótt. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fordæmdi tilræðið í morgun og ógnanir sem blaðamaðurinn sætti. Erlent 17. október 2025 09:10
Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Æðsti dómstóll Ítalíu stöðvaði í dag framsal á Úkraínumanni sem er grunaður um að hafa tekið þátt í skemmdarverkum á Nord Stream-gasleiðsunum í Eystrasalti til Þýskalands. Málinu var vísað aftur til lægra dómstigs. Erlent 16. október 2025 15:42