Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Bjarnólfur Lárusson: Það vantar drápseðlið í okkur

Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkinga var fúll eftir tap sinna manna í Árbænum í kvöld. Sigurmark Fylkismanna kom með síðustu spyrnu leiksins en Bjarnólfur hefði viljað sjá sína menn sýna meira drápseðli upp við mark andstæðingsins sem hefði þá skilað þeim betri úrslitum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Aaron nýtti tækifærið sitt vel

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur með sína menn í dag eftir 3–1 sigur á Þórsurum frá Akureyri. Jóhann Helgi kom Þór yfir en Newcastle-maðurinn Aaron Spear svaraði með tveimur mörkum áður og Andri Ólafsson innsiglaði svo sigurinn með fallegasta marki leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Páll Viðar: Það vantaði meiri einbeitingu

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var ekki nægilega sáttur við sína menn eftir 1-3 tap fyrir Eyjamönnum á Hásteinsvellinum í dag. Páll Viðar talaði um einbeitingaleysi hjá sínum mönnum og að dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, hafi nú ekki átt fullkominn leik. Páll Viðar vildi þó ekki skella allri skuldinni á Erlend.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga

Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í dag. Leikurinn var nokkuð jafn en mark Ísaks Arnar Þórðarsonar skildu liðin að. Hagur Keflvíkinga í botnbaráttunni vænkast en draumur Valsmanna um Evrópusæti er veikari þó hann sé enn á lífi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Jafntefli í Grindavík

Grindavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Grindavík í kvöld. Bæði lið eru því ósigruð í sex leikjum en bæði lið gera full mikið af jafnteflum til að færa sig ofar í töflunni.

Íslenski boltinn