Íslenski boltinn

Magnús Gylfason tekur við Eyjaliðinu í haust - Heimir hættir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson mun hætta sem þjálfari ÍBV í haust en þetta kom fram í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld. Magnús Gylfason, núverandi þjálfari 1. deildarliðs Hauka, mun taka við Eyjaliðinu af Heimi. Magnús staðfesti þetta í Pepsi-mörkunum í kvöld.

Heimir Hallgrímsson hefur náð frábærum árangri með ÍBV-liðið sem er þessa stundina á toppi Pepsi-deildarinnar. Heimir tók við liðinu í ágúst 2006 og er að stýra liðinu á fimmta heila tímabilinu í röð.

Magnús Gylfason þjálfari ÍBV-liðið síðast 2003 og 2004 en gerðist síðan þjálfari KR. Magnús hefur ekki þjálfað lið í efstu deild síðan að hann þjálfaði Víkinga sumarið 2007 en hann tók við liði Hauka í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×