Íslenski boltinn

FH fyrst til að stöðva KR - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH.
Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH.
18. umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gær en það dró til tíðinda í bæði topp- og botnbaráttu deildarinnar. FH varð fyrst íslenskra liða til að vinna KR í sumar.

ÍBV færði sér það í nyt og kom sér á topp deildarinnar með 3-1 sigri á Þór. KR-ingar eiga þó enn leik til góða en útlit er fyrir spennandi lokasprett um Íslandsmeistaratitilinn í deildinni.

Spennan er ekki síður mikil á botninum eftir 1-0 sigur Fram á Breiðabliki í gær. Keflavík fékk þó þrjú mikilvæg stig með 1-0 sigri á Val en Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, skellti sér á báða þessa leiki sem og í Hafnarfjörðinn í gær.

Framarar eru enn í fallsæti en aðeins fjórum stigum á eftir Þór, fimm á eftir Grindavík og sex á eftir Keflavík og Breiðabliki. Víkingur tapaði í gær fyrir Fylki, 2-1, og er á botninum með átta stig.

Myndasyrpa: Valur - Keflavík

Myndasyrpa: Fram - Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×