Íslenski boltinn

Meiðsli Guðmundar Reynis ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Reynir í leiknum í gær.
Guðmundur Reynir í leiknum í gær. Mynd/Daníel
„Þetta fór betur en á horfðist,“ sagði KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson um meiðslin sem hann varð fyrir í leiknum gegn FH í gær.

Guðmundur Reynir þurfti að fara af velli í seinni hálfleik eftir að hafa snúið illa upp á ökklann. „Ég lenti með vinstri fótinn á undan mér og sneri ökklann nokkuð illa. Þetta var ansi vont í fyrstu og læddist sú hugsun að mér að tímabilið væri mögulega búið hjá mér,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag.

„Það er mögulegt að ég nái leiknum á fimmtudaginn en ég verði í það minnsta klár á sunnudaginn,“ bætti hann við en á fimmtudaginn mætir KR liði Grindavíkur á heimavelli. Á sunnudaginn er svo komið að toppslag ÍBV og KR í Vestmannaeyjum.

„Við náðum að kæla fótinn og halda bólgunni niðri. Ég fór svo til sjúkraþjálfara í dag og þetta lítur alls ekki svo illa út. Það eru góðar fréttir,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×