Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ronaldo mun spila á morgun

Hafi einhver velkst í vafa um það hvort Cristiano Ronaldo komi við sögu með Manchester United gegn Newcastle á morgun þá ætti viðkomandi að hafa sannfærst eftir blaðamannafund Ole Gunnars Solskjær í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Bitnar aðallega á leikmönnunum“

Jürgen Klopp, Pep Guardiola og Thomas Tuchel eru meðal þeirra sem harma þá stöðu sem upp er komin í enska boltanum varðandi brasilísku leikmennina sem bannað hefur verið að spila um helgina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Press ýtir á pásu

Bandaríska landsliðskonan Christen Press hefur ákveðið að taka sér hlé frá fótbolta í nokkra mánuði til að huga að andlegri heilsu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sonur Hannesar fékk hanskana hans Neu­ers og dóttirin treyjuna

Hannes Þór Halldórsson spjallaði við Manuel Neuer, markvörð Þýskalands, að 4-0 sigri Þjóðverja á Laugardalsvelli á dögunum. Börn Hannesar voru með í för og voru vægast sagt orðlaus yfir því að pabbi þeirra væri að spjalla við einn besta markvörð heima.

Fótbolti
Fréttamynd

Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikk­a í

„Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein

„Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna.

Fótbolti
Fréttamynd

Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg

Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Dan­merkur á sér draum

Kasper Hjulmand, þjálfara danska landsliðsins í fótbolta, á sér þann draum að gera dönsku þjóðina stolta af því sjá landslið sitt spila. Miðað við gengi liðsins undanfarið hlýtur sá draumur að rætast fyrr en síðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fullkomin byrjun Flick

Eftir vægast sagt slakt Evrópumót í sumar þar sem hápunkturinn – og eini punkturinn – var sigur á Portúgal í stórskemmtilegum leik í riðlakeppninni hætti Joachim Löw störfum sem þjálfari þýska landsliðsins og Hansi Flick tók við.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap Íslands eitt það óvæntasta

Nú þegar 149 leikir hafa verið spilaðir í undankeppni HM karla í fótbolta er 2-0 tap Íslands gegn Rúmeníu síðasta fimmtudag talið meðal óvæntustu úrslitanna.

Fótbolti