Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. Íslenski boltinn 24. september 2021 09:30
Gerði Man. Utd lífið leitt í tveimur leikjum og er aftur orðaður við Liverpool Næstu kaup Liverpool gætu verið á framherja West Ham ef marka má heimildir staðarblaðsins í Liverpool borg. Enski boltinn 24. september 2021 09:01
Koeman sá rautt og sængin nánast uppreidd Staða Ronalds Koeman sem knattspyrnustjóra Barcelona er í lausu lofti og næstu klukkustundir gætu ráðið úrslitum, segir spænska blaðið Marca. Fótbolti 24. september 2021 08:01
Stóðu í skugganum en tæpar tvær milljónir sáu þær mæta Íslandi Einn af vitnisburðum þess hvernig knattspyrnu kvenna hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum er snaraukinn áhugi Hollendinga á kvennalandsliði sínu sem mætti Íslandi í vikunni. Fótbolti 24. september 2021 07:30
Rooney fullvissar stuðningsmenn Derby um að hann sé ekki á förum Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County, segist ætla að berjast fyrir félagið og að hann myndi ekki skilja starfsfólkið eftir í skítnum eftir að B-deildarliðið fór í greiðslustöðvun. Enski boltinn 24. september 2021 07:01
Wenger tilbúinn að veðja á að færri landsleikjahlé og fleiri stórmót bæti fótboltann Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segist vera tilbúinn að veðja á hugmyndir sínar varðandi það að gjörbreyta dagatalinu í kringum landsleikjahlé, og að það muni bæta fótboltann. Fótbolti 23. september 2021 23:01
Ian Jeffs hættir með ÍBV Ian Jeffs er hættur sem þjálfari hjá ÍBV. Hann var aðstoðarþjálfari karlaliðsins, ásamt því að stýra kvennaliðinu seinni part sumars eftir að Andri Ólafsson hætti með liðið. Fótbolti 23. september 2021 22:31
Alberti og félögum mistókst að lyfta sér upp úr fallsæti Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar heimsóttu FC Twente í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Byrjunin á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska hjá AZ Alkmaar og liðið mátti þola 2-1 tap í kvöld. Fótbolti 23. september 2021 20:55
Tammy Abraham skaut Roma aftur á sigurbraut Roma vann 1-0 sigur þegar að liðið tók á móti Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lærisveinar José Mourinho eru nú með fjóra sigra í fyrstu fimm leikjunum eftir tap í síðustu umferð. Fótbolti 23. september 2021 20:41
ÍBV yfirgefur Lengjudeildina með sigri Grótta tók á móti ÍBV í lokaumferð Lengjudeildar karla í dag. Sigurður Arnar Magnússon tryggði Eyjamönnum 3-2 sigur þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka eftir að liðið hafði lent 2-1 undir. Íslenski boltinn 23. september 2021 19:30
Jón Dagur skoraði þegar AGF fór áfram í danska bikarnum Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF heimsóttu C-deildarliðið BK Frem í 32-liða úrslitum danska bikarsins í dag. Jón Dagur skoraði fyrsta mark AGF þegar að liðið vann öruggan 3-0 sigur. Þá var Ágúst Eðvald Hlynsson í byrjunarliði Horsens sem sló Silkeborg úr leik í Íslendingaslag með 3-2 sigri. Fótbolti 23. september 2021 17:51
Vill halda fund með samfélagsmiðlafyrirtækjum til að berjast gegn kynþáttaníð Romelu Lukaku, framherji Chelsea og belgíska landsliðsins, segir að leikmenn geti gert mun meira í baráttunni gegn kynþáttafordómum en bara að taka hné fyrir leiki. Hann vill að samfélagsmiðlafyrirtæki og leikmenn hittist og ræði hvað sé hægt að gera. Fótbolti 23. september 2021 17:33
Forseti Barcelona að missa þolinmæðina á Koeman Joan Laporta, forseti Barcelona, viðurkennir að hann sé að missa þolinmæðina á Ronald Koeman, knattspyrnustjóra liðsins. Fótbolti 23. september 2021 16:30
Dæmdur í 48 leikja bann í austurríska fótboltanum Rússneski knattspyrnumaðurinn Raschid Arsanukaev spilar ekki mikið skipulagðan fótbolta næstu árin. Fótbolti 23. september 2021 16:01
Skammaði Lingard fyrir að láta sig detta og öskra: „Gerði þetta ekki hjá West Ham“ Mark Noble sakaði Jesse Lingard um leikaraskap eftir leik Manchester United og West Ham United í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. Lingard lék sem lánsmaður með West Ham á síðasta tímabili og þá sagði Noble að hann hafi ekki látið sig detta eins og hann gerir nú. Enski boltinn 23. september 2021 14:30
Varaforsetinn útdeildi seðlum í klefanum Knattspyrnusamband Norður- og Mið-Ameríku, Concacaf, hefur hafið rannsókn vegna myndbands sem sýnir hinn sextuga Ronnie Brunswijk útdeila seðlum eftir að hafa spilað leik í keppni á vegum sambandsins. Fótbolti 23. september 2021 13:01
Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. Innlent 23. september 2021 12:33
Anfield mun hoppa upp í þriðja sæti Liverpool hefur ákveðið að fara af fullum krafti í að stækka heimavöll sinn enn frekar en nýjustu framkvæmdirnar voru kynntar formlega í gær. Enski boltinn 23. september 2021 12:30
Segir að Martial sé of latur og líkamstjáningin hans sé hræðileg Anthony Martial nennir ekki að leggja nógu mikið á sig til að vera aðalframherji Manchester United. Þetta segir Dion Dublin, álitsgjafi hjá BBC og fyrrverandi leikmaður United. Enski boltinn 23. september 2021 12:01
Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. Íslenski boltinn 23. september 2021 11:01
Halldór Orri spilar kveðjuleik sinn á laugardaginn Stjarnan tekur á móti KR í 22. og síðustu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta á laugardaginn og þar mun einn maður eiga hug og hjörtu stuðningmanna Stjörnunnar. Íslenski boltinn 23. september 2021 10:30
Tvöfalt fleiri milljónir fyrir Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun njóta góðs af því að ákveðið hefur verið að tvöfalt hærra verðlaunafé verði í boði á EM í Englandi næsta sumar en á EM í Hollandi árið 2017. Fótbolti 23. september 2021 10:01
Ronaldo toppar Messi með stjarnfræðilegum tekjum Cristiano Ronaldo kemur til með að þéna um það bil 16,2 milljarða króna, fyrir skatt, á sinni fyrstu leiktíð eftir endurkomuna til Manchester United. Fótbolti 23. september 2021 09:31
Sjö vikna hlé á ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð Enska úrvalsdeildin í fótbolta þarf að gera sjö vikna hlé á deildinni á næsta keppnistímabili. Ástæðan er heimsmeistarakeppnin í Katar. Enski boltinn 23. september 2021 09:02
Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. Fótbolti 23. september 2021 08:00
Segir að Zlatan hafi næstum brotið á sér olnbogann Manchester United og Burnley skildu jöfn 0-0 í ensku úrvalsdeildinni þann 29. október 2016. Tom Heaton, markvörður Burnley þann daginn, hefur nú staðfest að hann hafi næstum brotið á sér olnbogann er hann varði skot Zlatan Ibrahimović í leiknum. Enski boltinn 23. september 2021 07:31
Sextugur fimmtíu barna faðir og forseti félagsins ákvað að stilla sér upp í framlínunni Ronnie Brunswijk spilaði 54 mínútur í 6-0 tapi Inter Moengotapoe gegn Olimpia frá Hondúras í 16-liða úrslitum CONCACAF-keppninnar. Brunswijk hefur ekki verið leikmaður liðsins í meira en áratug en lét það ekki stöðva sig. Hann er forseti félagsins og getur greinilega gert það sem honum sýnist. Fótbolti 23. september 2021 07:00
Ósáttur með slaka byrjun og sagði sína menn hafa átt að fá vítaspyrnu Ole Gunnar Solskjær var ekki sáttur með slaka byrjun sinna manna er Manchester United tapaði 0-1 gegn West Ham United á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld. Enski boltinn 22. september 2021 22:31
Asensio með þrennu í stórsigri Real Real Madríd vann 6-1 stórsigur á Mallorca í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Sigurinn lyfti Real upp á topp deildarinnar. Fótbolti 22. september 2021 22:00
Þægilegt hjá Arsenal | Búið að draga í sextán liða úrslit Öllum sex leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum enska deildarbikarsins er nú lokið. Þá er búið að draga í 16-liða úrslit keppninnar, Arsenal verður þar ásamt Manchester City og fleiri liðum. Enski boltinn 22. september 2021 21:31