Umbi Haalands fundar með City Mino Raiola, umboðsmaður markaskorarans Erlings Haaland, mun hefja viðræður við Manchester City í janúar varðandi möguleikann á að Norðmaðurinn fari til enska félagsins næsta sumar. Fótbolti 13. október 2021 07:31
Leikmenn fá aðeins viku í undirbúning fyrir HM Eins og flestir vita mun heimsmeistaramótið í knattspyrnu fara fram í Katar á næsta ári. Vegna mikils hita yfir sumartímann verður leikið í nóvember og desember, en leikmenn munu ekki losna frá félagsliðum sínum fyrr en viku áður en mótið hefst. Fótbolti 13. október 2021 07:02
Svíar á toppi B-riðils | Ronaldo með enn eina þrennuna Alls fóru fram 14 leikir í undankeppni HM 2022 í kvöld. Svíar lyftu sér upp fyrir Spánverja í efsta sæti B-riðils með 2-0 sigri gegn Grikkjum og Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar að Portúgal vann öruggan 5-0 sigur gegn Lúxemborg svo eitthvað sé nefnt. Fótbolti 12. október 2021 21:21
Mæhle tryggði Dönum sæti á HM Danmörk varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér farseðil á HM í Katar á næsta ári með 1-0 sigri gegn Austurríki. Fótbolti 12. október 2021 20:49
Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. Fótbolti 12. október 2021 20:40
Ásgerður framlengir við Íslandsmeistarana Ásgerður Stefanía Baldursdóttir framlengdi í dag samningi sínum við Íslandsmeistaralið Vals út næsta tímabil. Íslenski boltinn 12. október 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. Fótbolti 12. október 2021 18:27
Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. Fótbolti 12. október 2021 17:43
Brennur fyrir því að öll börn útskrifist með bros á vör Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrr í mánuðinum kosin formaður KSÍ fyrst kvenna. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, hefur verið að kenna uppi í háskóla og er sérsvið hennar einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Vöndu til þess að kynnast henni betur og fékk hann meðal annars að heyra um áhuga hennar á uppvakningum. Lífið 12. október 2021 17:00
Sadio Mané mjög ósáttur með að markvörður Chelsea sé ekki tilnefndur Framherji Liverpool var mjög reiður fyrir hönd landa síns Édouard Mendy eftir að kom í ljós að markvörður Evrópumeistara Chelsea er ekki tilnefndur til Gullknattar Evrópu. Enski boltinn 12. október 2021 16:00
Manchester United verður án Varane í nokkrar vikur Manchester United hefur staðfest að liðið spilar án franska landsliðsmiðvarðarins Raphael Varane næstu vikurnar. Enski boltinn 12. október 2021 15:48
Endurkomusigur hjá strákunum á móti Litháen og sæti í milliriðli tryggt Íslenska nítján ára landsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í milliriðli í undankeppni EM 2022 eftir 2-1 sigur á Litháen í þriðja og síðasta leik sínum í riðlinum. Fótbolti 12. október 2021 15:26
Fótboltamenn krefjast greiðslu fyrir notkun upplýsinga um þá Ýmis fyrirtæki nýta sér upplýsingar um hæð og þyngd knattspyrnumanna, meðalfjölda marka sem þeir skora í leik, spilaðar mínútur, fiskaðar vítaspyrnur og margt fleira. Nú krefjast hundruð knattspyrnumanna í Bretlandi þess að þeim sé greitt fyrir notkun á gögnum um þá. Fótbolti 12. október 2021 15:00
Danir geta tryggt sér farseðilinn til Katar í kvöld Danir geta orðið annað liðið til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Katar 2022 í kvöld. Fótbolti 12. október 2021 14:31
AS líkir Andra Lucasi við Haaland Spænska stórblaðið AS segir að Andri Lucas Guðjohnsen minni um margt á Erling Braut Haaland og muni mögulega leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið Real Madrid í vetur. Fótbolti 12. október 2021 13:31
Svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ástralska landsliðsins Sam Kerr og stöllur hennar í ástralska fótboltalandsliðinu hafa svarað fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og einelti innan liðsins. Fótbolti 12. október 2021 13:00
678 mínútum á undan pabba og yfir 1.560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. Fótbolti 12. október 2021 12:31
Pabbar markaskoraranna mættust í Trópídeildinni Landsliðsmennirnir þrír sem skoruðu fyrir Ísland í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta í gær eru allir af miklum fótboltaættum. Pabbar þeirra léku allir í Trópídeildinni á Íslandi sumarið 1994. Fótbolti 12. október 2021 11:01
Ekki búinn að spila heilan hálfleik samtals en samt með tvö landsliðsmörk Andri Lucas Guðjohnsen var aftur á skotskónum með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og hefur nú skorað í tveimur mótsleikjum fyrir landsliðið þrátt fyrir að eiga enn eftir að byrja landsleik. Fótbolti 12. október 2021 10:01
Misskildi hrópin og skoraði þess vegna Mohamed Elyounoussi, framherji Southampton, skoraði bæði mörk Noregs í gærkvöld þegar liðið vann mikilvægan sigur á Svartfjallalandi, 2-0. Seinna markið má segja að hann hafi skorað óvart, eftir að hafa misskilið köll af hliðarlínunni. Fótbolti 12. október 2021 09:30
Hannes ræðir ferilinn við BBC: Líklegra að vinna í lottóinu en að ná þessu Hannes Þór Halldórsson er í flottu viðtali á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann fer yfir ferill sinn með Ciaran Varle. Fótbolti 12. október 2021 09:01
Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. Fótbolti 12. október 2021 08:00
Davíð Snorri um leikinn gegn Portúgal: „Þrjú stig er það sem við viljum“ „Þetta er lið sem er mjög sigursælt í yngri landsliðum, góð hefð fyrir því hjá þeim. Eru með frábæra einstaklinga og hafa byrjað mótið gríðarlega vel,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu, fyrir leik dagsins gegn Portúgal. Fótbolti 12. október 2021 07:00
Ein af stjörnum Real Madríd vill nýta fótbolta til að auka jafnrétti og hjálpa börnum úr fátækt Vinicius Júnior, leikmaður Real Madríd og brasilíska landsliðsins, hefur komið á laggirnar smáforriti sem ætlað er að hjálpa börnum sem eiga við námsörðuleika að stríða í heimalandi hans, Brasilíu. Fótbolti 11. október 2021 23:30
Mikilvægur sigur Norðmanna | Rússar í góðum málum Fjöldi leikja fór fram í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Noregur vann góðan sigur á Svartfjallalandi og er í góðri stöðu í G-riðli á meðan Rússland nýtti tækifærið þar sem Króatía missteig sig í H-riðli. Fótbolti 11. október 2021 22:16
Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. Fótbolti 11. október 2021 22:00
Arnar Þór: Traust og virðing virkar í báðar áttir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í mál Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Guðlaugs Victors Pálssonar eftir leikinn gegn Lichtenstein í kvöld. Hann sagði að traust og virðing virkaði í báðar áttir, það væri ekki bara bara hægt að gefa í aðra áttina. Fótbolti 11. október 2021 21:50
Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. Fótbolti 11. október 2021 21:32
Albert: Hann þarf bara að setla það við sjálfan sig Albert Guðmundsson skoraði tvö af fjórum mörkum íslenska liðsins í kvöld í 4-0 sigri á Liechtenstein í undankeppni HM 2022. Fótbolti 11. október 2021 21:19
Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. Fótbolti 11. október 2021 21:15