Naut þess ekkert að eyðileggja draum Gerrards Demba Ba segist ekki hafa verið með það í huga að „eyðileggja draum Liverpool“ þegar hann skoraði markið sem leiddi til þess að Englandsmeistaratitillinn rann Liverpool úr greipum árið 2014. Enski boltinn 14. október 2021 12:01
Stórlið Barcelona og AC Milan sögð vera með augun á Lingard Jesse Lingard gæti endað hjá stórliði á Spáni eða Ítalíu ef marka má fréttir af kappanum í erlendum miðlum. Enski boltinn 14. október 2021 11:30
Guðjohnsen fjölskyldan búin að skila íslensku landsliðunum áttatíu mörkum Mark Andra Lucasar Guðjohnsen á móti Liechtenstein var tímamótamark fyrir Guðjohnsen fjölskylduna. Fótbolti 14. október 2021 10:30
Enginn Aron Einar, jarðarfararstemning, stungið af en ljós við enda ganganna Þótt öldugangurinn í kringum karlalandsliðið í fótbolta hafi ekki verið jafn mikill í nýafstaðinni landsleikjahrinu og þeirri síðustu var sjórinn ekki spegilsléttur þegar kemur að strákunum okkar. Fótbolti 14. október 2021 10:01
„Mamma mín skutlar mér ennþá á æfingar“ Ungstirni Bayern München og þýska landsliðsins valdi það að spila frekar fyrir Þýskaland en fyrir England. Í vikunni skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir þýska landsliðið. Fótbolti 14. október 2021 09:30
Færði krökkunum í Sandgerðisskóla gjöf eftir landsleikina Mikael Neville Anderson, landsliðsmaður í fótbolta, gaf sér tíma til að heimsækja sinn gamla grunnskóla í Sandgerði og heilsa upp á nemendur eftir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM. Fótbolti 14. október 2021 08:31
Heimir um mál Hannesar: Það verður ekki leyst í fjölmiðlum Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist vera steinhissa á framkomu Valsmanna gagnvart sér. Hannes segir að þjálfari liðsins vilji ekki hafa hann lengur og að forsvarsmenn félagsins tali ekki við sig. Fótbolti 14. október 2021 08:00
Ferðast í sextán tíma af bekknum í bikarúrslitaleikinn Pablo Punyed er nú á heimleið frá El Salvador til Íslands og ætti að vera mættur í tæka tíð til að spila með Víkingi gegn ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Fótbolti 14. október 2021 07:31
Bað Messi um að fyrirgefa móður sinni Það er ekki öll vitleysan eins þegar kemur að þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, tveimur bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Þurfa þeir að höndla allskyns undarlega skilaboð en Messi fékk ein slík nýverið. Fótbolti 14. október 2021 07:00
Sigrar hjá Kielce og Montpellier Łomża Vive Kielce og Montpellier unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 13. október 2021 22:00
Umfjöllun, mörk og myndir: Real Madrid - Breiðablik 5-0 | Blikar áttu aldrei möguleika í hitanum í Madríd Þrenna dönsku landsliðskonunnar Caroline Møller Hansen í fyrri hálfleik gerði út um leik Real Madríd og Breiðabliks í Meistaradeild Evrópu. Ekki hjálpaði mark strax í upphafi síðari hálfleiks, lokatölur 5-0 heimakonum í vil. Fótbolti 13. október 2021 21:25
Fyrirliði Dana telur að liðið geti farið langt á HM í Katar Danir urðu í gær önnur Evrópuþjóðin sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni HM í Katar en Danir hafa unnið fyrstu átta leikina sína í riðlinum og hafa gulltryggt sér efsta sætið. Fótbolti 13. október 2021 20:31
Stórsigrar hjá PSG og Wolfsburg Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. París Saint-Germain og Wolfsburg unnu bæði stórsigra, lokatölur í leikjunum báðum 5-0 heimaliðunum í vil. Fótbolti 13. október 2021 18:46
Aron skoraði tvö í naumum sigri Álaborgar Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson sneri aftur í lið Álaborgar í eins marks sigri á Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 34-33. Handbolti 13. október 2021 18:30
Greindist með eitilfrumukrabbamein David Brooks, leikmaður AFC Bournemouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu og landsliðsmaður Wales, greindist með eitilfrumukrabbamein á öðru stigi. Greindi hann sjálfur frá veikindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag. Enski boltinn 13. október 2021 18:00
Margir úrslitaleikir fram undan Þrjú lið hafa nú tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar sem fram fer í nóvember og desember á næsta ári. Fram undan eru því leikir upp á líf og dauða í mörgum riðlum í undankeppninni í Evrópu. Fótbolti 13. október 2021 16:01
Tuttugu mánaða bið Ödu Hegerberg loks á enda: „Eins og lítill krakki“ Ada Hegerberg var fyrsta konan til að hljóta Gullhnöttinn eftirsótta en það hefur ekki verið mikið af fótbolta hjá norska framherjanum síðustu mánuði. Fótbolti 13. október 2021 15:01
Jökullinn logaði í fyrsta U-21 árs landsleiknum Jökull Andrésson lék sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta í gær. Ísland tapaði þá fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2022. Fótbolti 13. október 2021 14:30
Vísa til trúnaðar í tengslum við ábendingu um meint brot Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot sex leikmanna sem hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug samkvæmt tölvupósti sem sendur var á stjórn Knattspyrnusambands Íslands í síðasta mánuði. KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið. Innlent 13. október 2021 14:29
Gleymdu stjörnurnar skoruðu í æfingarleik með Barcelona Sergio Aguero opnaði markareikninginn sinn hjá Barcelona í dag í æfingarleik á móti þriðju deildarliði. Fótbolti 13. október 2021 13:48
„Förum á fullu inn í leikinn og höfum fulla trú á okkur“ Agla María Albertsdóttir segir að leikmenn Breiðabliks mæti fullir sjálfstrausts til leiks gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 13. október 2021 13:30
Heimir mögulega að taka við Stjörnunni Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segist hafa átt í viðræðum við fjölmörg félög en vildi ekki tjá sig um orðróminn þess efnis að hann gæti verið að taka við Stjörnunni. Íslenski boltinn 13. október 2021 13:12
„Óneitanlega svolítið sérstakt að byrja gegn Real Madrid“ Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, viðurkennir að það sé nokkuð sérstakt að stýra liðinu í fyrsta sinn gegn stórliði Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 13. október 2021 11:31
Aníta og Óskar stýra Fram Knattspyrnudeild Fram hefur ráðið þau Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins til næstu tveggja ára. Þau munu einnig þjálfa 4. flokk kvenna hjá félaginu og vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar hjá Fram. Íslenski boltinn 13. október 2021 11:21
Ungverskar bullur réðust að lögreglu á Wembley Ungverskar fótboltabullur réðust að lögreglumönnum á Wembley í gærkvöld á landsleik Englands og Ungverjalands í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 13. október 2021 11:02
Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vona að hann hætti ekki Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er bara 29 ára gamall en hann talar þessa dagana eins og landsliðsferillinn hans sé að nálgast endastöð. Fótbolti 13. október 2021 10:31
Simeone: Ég spurði Suarez hvort Messi væri til í að koma Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, hafði áhuga á því að fá Lionel Messi til liðsins þegar Argentínumaðurinn yfirgaf Barcelona í haust. Messi hefur sagt frá því sjálfur að mörg félög hafi forvitnast um hann. Fótbolti 13. október 2021 10:00
Hannes: „Heimir vill ekki hafa mig hjá félaginu“ Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, vilji ekki hafa hann lengur hjá félaginu. Íslenski boltinn 13. október 2021 09:28
Amnesty samtökin vilja fund með ensku úrvalsdeildinni og það strax Það eru margir ósáttir með Sádi Arabar hafi getað keypt enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United og framkvæmdastjóri Amnesty samtakanna í Bretlandi segir að kaupin veki upp margar óþægilegar spurningar. Enski boltinn 13. október 2021 09:00
Blikar mæta stórliði sem var ekki til í fyrra Blikakonur mæta liði eins þekktasta knattspyrnufélags heims í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kvennalið Real Madrid varð hins vegar ekki til fyrr en í fyrrasumar. Fótbolti 13. október 2021 08:00