Handbolti

Sigrar hjá Kielce og Montpellier

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur í leik með Łomża Vive Kielce. Hann skoraði tvö mörk í kvöld.
Haukur í leik með Łomża Vive Kielce. Hann skoraði tvö mörk í kvöld. Getty

Łomża Vive Kielce og Montpellier unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Póllandsmeistarar Vive Kielce unnu flottan átta marka sigur á Flensburg, lokatölur 37-29. Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk í liði Kielce og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark.

Með sigrinum fór Kielce upp á topp B-riðils með sex stig að loknum fjórum leikjum. Barcelona, Veszprém og Porto geta öll jafnað liðið að stigum en þau eiga leik til góða.

Þá vann franska liðið Montpellier góðan sex marka útisigur á Vardar, lokatölur 25-31. Ólafur Andrés Guðmundsson komst ekki á blað hjá Montpellier.

Montpellier er í 4. sæti A-riðils með fimm stig, stigi minna en topplið Álaborgar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×