Vilja láta rannsaka frestunina á undanúrslitaleik Liverpool og Arsenal Enski deildarbikarinn heyrir undir Ensku deildarkeppnina, EFL, en nú hafa samtökunum borist kvartanir eftir að Liverpool fékk fyrri undanúrslitaleik sínum gegn Arsenal síðastliðinn fimmtudag frestað. Enski boltinn 11. janúar 2022 07:00
Gerrard: „Auðvelt að kenna óheppni og dómurum um“ Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist ekki ætla að kenna dómurum leiksins um tap sinna manna gegn Manchester United í FA bikarnum í kvöld. Enski boltinn 10. janúar 2022 23:31
Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Fótbolti 10. janúar 2022 23:01
Börsungar geta skráð Torres eftir að Umtiti tók á sig launalækkun Spænska stórveldið Barcelona þarf að fara ýmsar krókaleiðir til að fá nýja leikmenn skráða í félagið, en Börsungar eru í gríðarlegri skuld. Varnarmaðurinn Samuel Umtiti skrifaði í dag undir nýjan samning þar sem hann tekur á sig launalækkun. Fótbolti 10. janúar 2022 22:30
United seinasta liðið í fjórðu umferð eftir nauman sigur Manchester United vann nauman 1-0 sigur er liðið tók á móti Aston Villa í lokaleik þriðju umferðar FA bikarsins í kvöld. Enski boltinn 10. janúar 2022 21:53
Gabon tók þátt í þemanu og vann með einu marki Gabon og Kómoreyjar áttust við í lokaleik dagsins í Afríkukeppninni í fótbolta í kvöld. Þrátt fyrir að stærstu stjörnur Gabon-manna hafi vantað kom það ekki í veg fyrir 1-0 sigur þeirra, en fimm af sex leikjum mótsins hingað til hafa unnist 1-0. Sport 10. janúar 2022 20:54
Smitum fækkar í ensku úrvalsdeildinni aðra vikuna í röð Færri leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar greindust með kórónuveiruna síðastliðna viku en vikuna þar á undan. Þetta er önnur vikan í röð sem smitum fækkar. Enski boltinn 10. janúar 2022 19:01
Boufal hetja Marokkó | Gínea sigraði Malaví Tveimur leikjum á Afríkumótinu í fótbolta var að ljúka rétt í þessu. Í C-riðli vann Marokkó 1-0 sigur gegn Gana þar sem sigurmarkið kom á lokamínútum leiksins og í B-riðli vann Gínea einnig 1-0 sigur gegn Malaví. Fótbolti 10. janúar 2022 17:53
United með sitt „allra besta lið“ í kvöld en þarf „toppframmistöðu“ Þjóðverjinn Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, segist lengi hafa verið mikill aðdáandi ensku bikarkeppninnar. Hann teflir fram sínu sterkasta liði í kvöld gegn Aston Villa. Enski boltinn 10. janúar 2022 16:31
Sendi son sinn inn á völlinn á 87. mínútu og hann skoraði sigurmarkið á þeirri 89. Porto vann dramatískan sigur í portúgölsku deildinni um helgina og þetta var sannarlega dagur Conceicao feðgana. Fótbolti 10. janúar 2022 16:00
Mané með sigurmarkið í uppbótartíma á móti Simbabve Senegal tókst að tryggja sér sigur í uppbótartíma í fyrsta leik sinn í Afríkukeppninni í fótbolta í dag þegar liðið vann 1-0 sigur Simbabve í Kamerún. Fótbolti 10. janúar 2022 15:02
Markvörður Shrewsbury skammar stuðningsmennina fyrir níðsöngva um Hillsborough Markvörður Shrewsbury Town skammaði þá stuðningsmenn liðsins sem sungu níðsöngva um Hillsborough slysið eftir leikinn gegn Liverpool í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gær. Enski boltinn 10. janúar 2022 14:32
Þrír efstu á óskalista Arnars Þórs eru Íslendingar Þrír efstu á óskalista Arnars Þórs Viðarssonar yfir næsta aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru Íslendingar. Þeir eru allir í starfi sem stendur. Fótbolti 10. janúar 2022 13:01
Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. Fótbolti 10. janúar 2022 12:38
Lék sinn fyrsta leik eftir handtökuna Aminata Diallo, leikmaður Paris Saint-Germain, lék í gær sinn fyrsta leik í tvo mánuði. Hún var handtekinn í byrjun nóvember, grunuð um að hafa látið ráðast á samherja sinn, Kheiru Hamraoui. Fótbolti 10. janúar 2022 12:30
Brynjólfur smitaður og ekki með í Tyrklandi Brynjólfur Willumsson verður ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í vináttulandsleikjunum tveimur sem liðið spilar í Tyrklandi á næstu dögum. Fótbolti 10. janúar 2022 11:41
Strákur fæddur sex mánuðum fyrir hrun skoraði fyrir úrvalsdeildarlið Leiknis R. Leiknismenn unnu góðan sigur á HK í Fótbolta.net mótinu um helgina en það var kannski einn markaskorari liðsins sem vakti mesta athygli á þessum leik. Íslenski boltinn 10. janúar 2022 10:30
Elísabet vonast til að semja við fimmtán ára íslenska stelpu Kvennalið Kristianstad er mikið Íslendingalið og hefur verið það lengi. Þótt að tvær íslenskar landsliðskonur hafi yfirgefið félagið eftir síðasta tímabil þá verða Íslendingar áfram á ferðinni með liðinu. Fótbolti 10. janúar 2022 10:01
Mörg fölsk jákvæð próf innan herbúða Liverpool ollu frestun Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hópsmitið sem varð til þess að leik liðsins gegn Arsenal í undanúrslitum enska deildarbikarsins síðastliðinn fimmtudag hafi jafnvel ekki verið jafn alvarlegt og áður var talið. Enski boltinn 10. janúar 2022 01:19
„Vorum ekki nógu góðir og verðum að biðjast afsökunar á því“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, baðst afsökunar á frammistöðu sinna mann er liðið féll úr leik í FA bikarnum gegn B-deildarliði Nottingham Forest í kvöld. Enski boltinn 9. janúar 2022 23:01
Leik Everton og Leicester frestað í annað sinn Leik Everton og Leicester sem átti að fara fram næstkomandi þriðjudag hefur verið frestað að beiðni Leicester þar sem liðið hefur ekki nógu marga leikmenn til að taka þátt í leiknum. Enski boltinn 9. janúar 2022 22:30
Spænsku meistararnir björguðu stigi Spænsku meistararnir í Atlético Madrid björguðu stigi er liðið heimsótti Villareal í spænsku deildinni í kvöld. Lokatölur urðu 2-2, en Madrídarliðið er nú 16 stigum á eftir toppliði Real Madrid. Fótbolti 9. janúar 2022 21:56
Fjórða jafnteflið í seinustu fimm hjá PSG Franska stórveldið Paris Saint-Germain sótti eitt stig er liðið heimsótti Lyon í frönsku deildinni í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en þetta var fjórða jafnteflið í seinustu fimm deildarleikjum Parísarliðsins. Fótbolti 9. janúar 2022 21:56
Inter endurheimti toppsætið með sigri Ítalíumeistarar Inter Milan endurheimti toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Lazio í kvöld. Fótbolti 9. janúar 2022 21:42
Heimamenn unnu opnunarleikinn | Grænhöfðaeyjar sigruðu gegn tíu leikmönnum Eþíópíu Afríkumótið í fótbolta hófst í dag og voru leiknir tveir leikir í A-riðli. Heimamenn í Kamerún unnu 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó og Grænhöfðaeygjar unnu 1-0 sigur gegn Eþíópíu sem misstu mann af velli snemma leiks. Fótbolti 9. janúar 2022 20:52
Fyrsti sigur botnliðsins kom geg taplausu liði Arsenal Birmingham varð í dag fyrsta liðið til að sigra Arsenal í Ofurdeild kvenna á Englandi. Lokatölur urðu 2-0 og sigurinn lyfti Birmingham úr botnsætinu. Fótbolti 9. janúar 2022 20:30
Sjö mörk og eitt rautt í ótrúlegum endurkomusigri Juventus Roma og Juventus áttust við í bráðfjörugum leik í ítölsku úrvalsdeildinni í dag þar sem skoruð voru sjö mörk og eitt rautt spjald fór á loft. Eftir að hafa lent 3-1 undir voru það að lokum gestirnir í Juventus sem höfðu betur 3-4. Fótbolti 9. janúar 2022 19:29
Arsenal úr leik eftir tap gegn B-deildarliði Nottingham Forest B-deildarlið Nottingham Forest gerði sér lítið fyrir og sló Arsenal úr leik í þriðju umferð FA bikarsins í kvöld. Arsenal er sigursælasta liðið í sögu FA bikarsins, en eru nú úr leik eftir 1-0 tap á City Ground vellinum í Nottingham. Enski boltinn 9. janúar 2022 19:05
West Ham heimsækir utandeildarlið | Þrír úrvalsdeildarslagir Í dag var dregið í fjórðu umferð FA bikarsins á Englandi, en nú eru 32 lið eftir. Kidderminster Harriers tekur á móti úrvalsdeildarliði West Ham, en Kidderminster leikur í sjöttu efstu deild Englands. Enski boltinn 9. janúar 2022 18:15
Enski bikarinn: Úrvalsdeildarliðin áfram Lundúnaliðin West Ham og Tottenham eru komin áfram í ensku bikarkeppninni eftir góða sigra í dag. West Ham kláraði Leeds, 2-0 og Tottenham bar sigurorð af Morecambe 3-1. Fótbolti 9. janúar 2022 16:30