Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Englendingar úr leik á EM

    Enska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri féll í kvöld úr leik í undanúrslitaleik Evrópumótsins þegar liðið tapaði 13-12 fyrir heimamönnum Hollendingum. Leikurinn var framlengdur og réðust úrslitin eftir langa og dramatíska vítakeppni þar sem Anton Ferdinand skaut í slá úr síðustu spyrnu enska liðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Villa að undirbúa risatilboð í Forlan?

    Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa er sagt muni bjóða allt að 15 milljónir punda í framherjann Diego Forlan hjá Villarreal. Forlan spilaði með Manchester United fyrir nokkrum árum með misjöfnum árangri en hefur skoraði 54 mörk í 103 leikjum fyrir spænska liðið. Ef þessi tíðindi reynast rétt er ljóst að þetta yrði langhæsta upphæð sem Villa hefur greitt fyrir leikmann í sögu félagsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lyon: Malouda er ekki að fara til Chelsea

    Forráðamenn Lyon vísa þeim tíðindum alfarið á bug að franski landsliðsmaðurinn Florent Malouda sé á leið til Chelsea í sumar. Vitað er af áhuga Jose Mourinho á vængmanninum knáa og talið er að Rafa Benitez hjá Liverpool hafi einnig augastað á honum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slúðrið á Englandi í dag

    Breska slúðurpressan sefur aldrei á verðinum og í dag eru margar áhugaverðar fréttir á síðum blaðanna. Flest þeirra eru á því í dag að Tottenham sé við það að landa Darren Bent frá Charlton fyrir 12-14 milljónir punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    70% stuðningsmanna City vilja ekki sjá Eriksson

    Í könnun sem gerð var meðal stuðningsmanna Manchester City á Englandi fer ekki á milli mála hvaða skoðun þeir hafa á þeim fregnum að Sven-Göran Eriksson gæti orðið næstu stjóri liðsins. 70% aðspurðra vildu þannig ekki sjá Svíann taka við liðinu eftir störf hans hjá enska landsliðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Charlton: Verðmiðinn á Bent stendur

    Forráðamenn Charlton hafa sent út þau skilaboð að 17 milljón punda verðmiðinn sem félagið setti á framherjann Darren Bent muni standa. Bent neitaði á dögunum að ganga í raðir West Ham sem er eina félagið til þessa sem samþykkt hefur að greiða fyrir hann uppsett verð. Bent hefur verið orðaður mest við Liverpool og Tottenham, en ólíklegt þykir að þau séu reiðubúin að greiða fyrir hann 17 milljónir punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Shearer: Ekki kaupa Bellamy

    Alan Shearer hefur gefið Sam Allardyce knattspyrnustjóra Newcastle heilræði og hefur skorað á hann að reyna ekki að kaupa framherjann Craig Bellamy aftur til félagsins. Shearer segir tíma til kominn að menn fari að horfa á staðreyndir þegar kemur að hinum skapheita framherja.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Martins slapp ómeiddur eftir skotárás

    Nígeríumaðurinn Obafemi Martins hjá Newcastle slapp ómeiddur á mánudagskvöldið þegar skotið var á hann í bifreið sinni í Lagos í heimalandi sínu. Grímuklæddir menn réðust að bifreið hans og létu skothríðina dynja á bílnum. Vinur Martins meiddist lítillega í árásinni. "Ég hélt að ég myndi deyja," sagði Martins og bætti við að árásarmennirnir hafi viljað sig dauðan því þetta hafi ekki verið ræningjar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Eriksson boðin stjórastaðan hjá City?

    Breska ríkissjónvarpið fullyrðir í dag að Thaksin Shinawatra hafi boðið Sven-Göran Eriksson að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester City ef honum tekst að klára yfirtökutilboð sitt í félagið. Umboðsmaður Eriksson hefur vísað þessum fregnum á bug.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sheffield United þarf að bíða eftir úrskurði

    Sheffield United þarf að bíða þar til í lok júní eftir niðurstöðu frá úrskurðarnefnd, en eins og kunnugt er vill klúbburinn að dregin verði stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumönnunum Javier Mascherano og Carlos Tevez.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Aliadiere skrifar undir hjá Boro

    Samkvæmt Skysports hefur Frakkinn Jeremie Aliadiere skrifað undir samning hjá Middlesbrough. Middlesbrough náði samkomulagi við Arsenal um kaupverð á kappanum fyrr í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slúðrið á Englandi í dag

    Ensku slúðurblöðin eru full af góðum fréttum í dag eins og endranær og þar er m.a. að finna slúður um enska landsliðsmanninn Darren Bent hjá Charlton og að Chelsea og Arsenal séu að berjast um leikmann Valencia. Þá er sagt frá því að ensku landsliðsmennirnir sem giftu sig um helgina hafi allir tekið hlé frá hátíðarhöldunum til að sinna ákveðnu máli.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Koller hefur ekki áhuga á Englandi

    Tékkneski framherjinn Jan Koller hjá Mónakó í Frakklandi segist ekki hafa áhuga á að ganga til liðs við félag í enska boltanum, en hann hefur verið orðaður við Reading í breskum fjölmiðlum. Hinn hávaxni Koller lék lengst af ferlinum með Dortmund í Þýskalandi en er samningsbundinn Mónakó út næstu leiktíð. "Mig langaði einu sinni að leika á Englandi, en svo er ekki lengur. Ég ætla að virða samninginn við Mónakó," sagði hinn 34 ára gamli Koller.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Quagliarella vill ólmur fara til Englands

    Framherjinn Fabio Quagliarella hjá Sampdoria segist ákafur vilja ganga í raðir Manchester United nú þegar sögusagnir ganga um að félagið hafi hækkað kauptilboð sitt í leikmanninn upp í 10 milljónir punda. "United er stórt félag og ég færi glaður til Englands ef af því yrði," sagði ítalski landsliðsmaðurinn í samtali við Gazzetta dello Sport dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho: Chelsea mun eyða litlu í sumar

    Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að félagið verði sannarlega ekki á meðal þeirra sem eyða mestu fé til leikmannakaupa í sumar. Hann vill meina að þetta muni aðeins hjálpa liðinu í baráttunni um titilinn á næstu leiktíð, því þá verði minni pressa á liðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Réttarhöldum vegna Tevez lýkur í dag

    Enska knattspyrnufélagið Sheffield United mun væntanlega komast að því í dag hvort áfrýjun félagsins á úrskurði ensku úrvalsdeildarinnar standi og félagið falli úr deildinni. Í dag fer fram síðari dagur réttarhalda vegna Argentínumannsins Carlos Tevez hjá West Ham. Forráðamenn Sheffield United heimta að liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni á þeim forsendum að West Ham hafi teflt fram ólöglegum leikmanni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Amerískur auðjöfur í viðræðum við Blackburn

    Ameríski auðjöfurinn Daniel Williams hefur staðfest að hann sé í viðræðum við forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn með hugsanlega yfirtöku í huga. Williams segir þó viðræður allar á frumstigi og allt of snemmt sé að tala um að verið sé að taka yfir félagið að svo stöddu - viðræður séu ekki komnar á það alvarlegt stig enn. Williams fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa verið inni í myndinni með að taka yfir félagið síðan í mars sl.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Markalaust í hálfleik

    Það er kominn hálfleikur í leik Fram og Fylkis. Staðan er 0-0. Fram fékk vítaspyrnu fimm mínútum fyrir hlé, en Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Igor Pesic. Víðir Leifsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir um stundarfjórðungs leik vegna meiðsla, og var það Albert Brynjar Ingason sem tók hans stað.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    McCabe bjartsýnn

    Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United, segir málið gegn West Ham gangi vel. Fyrsti dagurinn fyrir úrskurðarnefnd úrvalsdeildarinnar hefur gert hann mjög bjartsýnan og er hann viss um að Sheffield United verði í úrvalsdeildinni að ári.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    West Ham hafnar tilboði í Harewood

    West Ham hefur hafnað 3,5 milljón punda boði Birmingham í framherjann Marlon Harewood. West Ham er talið vilja fá 5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er eftirsóttur af öðrum liðum í úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Enska knattspyrnusambandið kvartar vegna kynþáttahaturs

    Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér formlega kvörtun til UEFA, þar sem fram kemur að sambandið sé óánægt með framkomu áhorfenda Serbíu í leik Englands og Serbíu á EM U21. Áhorfendur öskruðu að varnarmanni Englands, Nedum Onuoha, með niðrandi hætti um hörundslit hans.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slúðrið í enska í dag

    Oft sem áður er ýmislegt á seyði í enska boltanum í dag. Benni McCarthy, Suður-afríski framherji Blackburn er á óskalista Chelsea, Shearer segir Allardyce þurfa nýja varnarmenn og Craig Bellamy gæti farið til Roma í skiptum fyrir Mancini. Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið sem BBC tók saman í morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vieira segir vanta stöðugleika hjá Arsenal

    Patrick Vieira, leikmaður Inter og fyrrverandi leikmaður Arsenal segir að Arsenal vanti stöðugleika og að leikmenn liðsins þurfi að vita hver framtíð liðsins er. Mikið hefur verið rætt og skrifað um að Aresene Wenger hætti með liðið, en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tevez áfram hjá West Ham?

    Talið er að Carlos Tevez sé alveg við það að skrifa undir nýjan samning við West Ham. Sagt er á erlendum netmiðlum að Eggert Magnússon ætli sér að gera allt til að halda Argentínumanninum hjá West Ham.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kanoute til Newcastle?

    Sam Allardyce er sagður vera að undirbúa tilboð í framherjann Fredi Kanoute hjá Sevilla. Með kaupunum er talið að Allardyce sé að finna staðgengil fyrir Michael Owen en Allardyce býst við að Owen yfirgefi félagið í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Spenntur fyrir Djurgården

    Rúrik Gíslason býst við því að sænska félagið Djurgården bjóði honum samning. Rúrik hefur verið á æfingum undir stjórn Sigurðar Jónssonar alla vikuna og lýst vel á félagið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður hefur ekkert sagt um United

    „Eiður hefur ekkert kvótað eitt eða neitt. Ég efast stórlega um að hann hafi sagt þetta,“ sagði Arnór Guðjohnsen um meint ummæli Eiðs Smára Guðjohnsen í enskum fjölmiðlum í gær.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Svekktur að fá ekki Bent

    Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er sársvekktur yfir því að Darren Bent kaus að semja ekki við félagið. Hamrarnir höfðu komist að samkomulagi um kaupverð við Charlton á Bent sem talið var nema um 16 milljónum punda en eftir eins dags viðræður ákvað Bent að semja ekki við félagið.

    Enski boltinn