Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    DIC á vellinum í boði Gillett

    George Gillett, annar af eigendum Liverpool, hefur boðið fulltrúum frá Dubai International Capital (DIC) á leik liðsins gegn Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lampard mætir Liverpool

    Miðjumaðurinn Frank Lampard verður aftur á sínum stað í byrjunarliði Chelsea annað kvöld þegar liðið mætir Liverpool í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lampard hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins til að vera hjá veikri móður sinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Newcastle enn á sigurbraut

    Newcastle vann 2-0 sigur á grönnum sínum í Sunderland og lék þar með sinn sjötta leik í röð án taps. Þetta var einnig í fjórða skiptið af síðustu fimm sem Newcastle hélt hreinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Aston Villa slátraði Birmingham

    Aston Villa vann 5-1 sigur á Birmingham í grannaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Útlitið er ekki bjart hjá þeim síðarnefndu en liðið er nú komið í fallsæti eftir leiki helgarinnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Baráttusigur hjá Chelsea

    Chelsea minnkaði forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í tvö stig í kvöld þegar það lagði Everton 1-0 á útivelli. Það var Michael Essien sem skoraði sigurmarkið á 41. mínútu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hicks vill bjóða Benitez framlengingu

    Tom Hicks, annar eiganda Liverpool, segir í samtali við fréttastofu Sky að hann vilji bjóða Rafael Benitez knattspyrnustjóra eins árs framlengingu á samningi hans ef Hicks tekst að kaupa George Gillett út úr félaginu.

    Enski boltinn