Enski boltinn

Leikmenn Aston Villa vilja ekki missa Barry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Barry, leikmaður Aston Villa.
Gareth Barry, leikmaður Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Leikmenn Aston Villa telja það nauðsynlegt að halda Gareth Barry ef liðið á að ná árangri í ensku úrvalsdeildinni.

Barry er 27 ára gamall og á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum. Hann hefur staðið sig afar vel á núverandi leiktíð og hefur verið orðaður við stærri lið á Englandi.

Barry hefur sagt að hann muni ræða málin við Martin O'Neill, stjóra Aston Villa, áður en hann tekur ákvörðun.

Scott Carson, markvörður Liverpool sem er á láni hjá Aston Villa segir að það muni skipta gríðarlega miklu máli ef Barry ákveði að vera áfram.

„Hann er fyrirliði liðsins og gegnir stóru hlutverki í framtíðarplönum stjórans," sagði Carson. „Ég myndi segja að hann sé þungamiðja liðsins. Ef hann færi yrði það mikið reiðarslag fyrir liðið. Hann er hjartsláttur liðsins."

Barry hefur spilað sig inn í enska landsliðið og verið í byrjunarliði þess í báðum leikjum Fabio Capello til þessa. Barry átti svo enn einn stjörnuleikinn er hans menn unnu Birmingham, 5-1, í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×