Enski boltinn

Staðfest að Hermann fer í eins leiks bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David James reynir að tala máli Hermanns í gær.
David James reynir að tala máli Hermanns í gær. Nordic Photos / Getty Images

Það fæst nú staðfest á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins að Hermann Hreiðarsson fer í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik Portsmouth og Manchester City í gær.

Hermann fékk rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir að brjóta á Darius Vassell en Hermann var aftasti varnarmaður. Brotið var ekki gróft og flokkast sem svokallað „professional foul" og því fer Hermann ekki í þriggja leikja bann.

Hann missir því að leik Portsmouth og Blackburn á heimavelli á sunnudaginn kemur en verður gjaldgengur í leiki Portsmouth gegn Middlesbrough og Fulham í síðustu tveimur umferðunum. Portsmouth leikur einnig í úrslitum ensku bikarkeppninnar gegn Cardiff í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×