Enski boltinn

Lampard mætir Liverpool

NordcPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Frank Lampard verður aftur á sínum stað í byrjunarliði Chelsea annað kvöld þegar liðið mætir Liverpool í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lampard hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins til að vera hjá veikri móður sinni.

Þá hefur Steven Gerrard fyrirliði Liverpool fengið grænt ljós á að spila með Liverpool, en hann missti af leik helgarinnar vegna meiðsla á hálsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×