Man City skoraði þrjú gegn Portsmouth Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 17:04 Martin Petrov og Vedran Corluka fagna marki þess fyrrnefnda í dag. Nordic Photos / Getty Images Manchester City vann 3-1 sigur á Portsmouth á lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Hermann Hreiðarsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum. Daruis Vassell, Martin Petrov og Benjani skoruðu mörk City en John Utaka skoraði eina mark Portsmouth.Vassell tók stöðu Sun Jihai í byrjunarliði Manchester City sem þýddi að Elano lék í stöðu bakvarðar. Hjá Portsmouth voru nokkrar breytingar á byrjunarliðinu en Lauren tók stöðu Glen Johnson sem er veikur og þeir Utaka og Lassana Diarra voru í liðinu í stað Sean Davis og Kanu. City fékk óskabyrjun í leiknum er Benjani, fyrrum leikmaður Portsmouth, færði sér misskilning David James markvarðar og Sol Campbell í nyt. James var kominn langt frá markinu en Benjani náði að stela boltanum af honum og senda hann á Stephen Ireland sem sendi aftur boltann á Vassell en hann skoraði í autt markið af stuttu færi. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Petrov boltann í vítateig Portsmouth og náði að skjóta að marki en boltinn hafði viðkomu í Campbell og af honum fór hann í markið. Portsmouth náði þó að minnka muninn stuttu síðar eftir mikinn darraðadans í teig City. Jermain Defoe skallaði boltann að marki þar sem Utaka náði að pota boltanum fram hjá Joe Hart í marki City. Áður en hálfleikurinn var liðinn fékk Hermann Hreiðarsson að líta rauða spjaldið fyrir að toga niður Darius Vassell en hann var aftasti varnarmaður. Dómaranum var því fárra kosta völ og gaf hann Hermanni rauða spjaldið. Portsmouth fékk nokkur færi í síðari hálfleik og áttu leikmenn til að mynda skot í báðar stangir marksins í sömu sókninni. En það var Benjani sem innsiglaði sigurinn fyrir City. Sendingin kom frá Ireland og Benjani afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti. City er í áttunda sæti deildarinnar með 55 stig og er þremur stigum á eftir Aston Villa sem er í sjötta sæti deildarinnar. Portsmouth er svo í sjöunda sætinu, tveimur stigum á undan City. Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Manchester City vann 3-1 sigur á Portsmouth á lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Hermann Hreiðarsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum. Daruis Vassell, Martin Petrov og Benjani skoruðu mörk City en John Utaka skoraði eina mark Portsmouth.Vassell tók stöðu Sun Jihai í byrjunarliði Manchester City sem þýddi að Elano lék í stöðu bakvarðar. Hjá Portsmouth voru nokkrar breytingar á byrjunarliðinu en Lauren tók stöðu Glen Johnson sem er veikur og þeir Utaka og Lassana Diarra voru í liðinu í stað Sean Davis og Kanu. City fékk óskabyrjun í leiknum er Benjani, fyrrum leikmaður Portsmouth, færði sér misskilning David James markvarðar og Sol Campbell í nyt. James var kominn langt frá markinu en Benjani náði að stela boltanum af honum og senda hann á Stephen Ireland sem sendi aftur boltann á Vassell en hann skoraði í autt markið af stuttu færi. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Petrov boltann í vítateig Portsmouth og náði að skjóta að marki en boltinn hafði viðkomu í Campbell og af honum fór hann í markið. Portsmouth náði þó að minnka muninn stuttu síðar eftir mikinn darraðadans í teig City. Jermain Defoe skallaði boltann að marki þar sem Utaka náði að pota boltanum fram hjá Joe Hart í marki City. Áður en hálfleikurinn var liðinn fékk Hermann Hreiðarsson að líta rauða spjaldið fyrir að toga niður Darius Vassell en hann var aftasti varnarmaður. Dómaranum var því fárra kosta völ og gaf hann Hermanni rauða spjaldið. Portsmouth fékk nokkur færi í síðari hálfleik og áttu leikmenn til að mynda skot í báðar stangir marksins í sömu sókninni. En það var Benjani sem innsiglaði sigurinn fyrir City. Sendingin kom frá Ireland og Benjani afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti. City er í áttunda sæti deildarinnar með 55 stig og er þremur stigum á eftir Aston Villa sem er í sjötta sæti deildarinnar. Portsmouth er svo í sjöunda sætinu, tveimur stigum á undan City.
Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira