Tevez bjargaði stigi fyrir United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2008 18:09 Carlos Tevez fagnar jöfnunarmarki sínu. Nordic Photos / Getty Images Manchester United tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en getur þó þakkað fyrir eitt stig er liðið gerði jafntefli við Blackburn. Roque Santa Cruz skoraði fyrir Blackburn í fyrri hálfleik en Carlos Tevez jafnaði metin fyrir United seint í síðari hálfleik. Úrslitin þýða að United er nú með þriggja stiga forystu á Chelsea en liðin mætast um næstu helgi á Stamford Bridge. Sir Alex Ferguson gerði fjórar breytingar á liði United frá liðinu sem vann Arsenal um síðustu helgi. Tomasz Kuszczak stóð í marki United í stað Edwin van der Sar og þá var Nemanja Vidic aftur í liði United eftir þriggja leikja fjarveru vegna meiðsla. Ryan Giggs og Tevez voru einnig í byrjunarliðinu. Blackburn stillti upp sama liði og tapaði 3-1 fyrir Liverpool. Bæði lið vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik og bæði lið fengu sín færi. Það var hins vegar aðeins Santa Cruz sem nýtti sitt færi og það eftir klaufagang í vörn United. Morten Gamst Pedersen átti langt innkast og voru þeir Vidic og Rio Ferdinand í boltanum. Þeir misstu hins vegar af honum og fór boltinn af hæl Ferdinand og beint fyrir Santa Cruz sem þrumaði knettinum í netið. Cristiano Ronaldo átti nokkrar góðar marktilraunir en alltaf sá Brad Friedel við honum. Í síðasti hálfleik átti Ronaldo gott skot að marki en Friedel náði að verja skotið í stöngina. Eftir þetta varði Friedel nokkrum sinnum afar vel og hélt sínum mönnum inn í leiknum nánast einn síns liðs. En hann náði þó ekki að verja frá Tevez undir lok leiksins. Nani tók hornspyrnu sem Paul Scholes framlengdi með skalla þar sem Tevez var mættur og skoraði af stuttu færi. Friedel var þá nýbúinn að verja glæsilega í horn eftir marktilraun John O'Shea. Þar við sat og við blasir æsispennandi toppbarátta í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Manchester United tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en getur þó þakkað fyrir eitt stig er liðið gerði jafntefli við Blackburn. Roque Santa Cruz skoraði fyrir Blackburn í fyrri hálfleik en Carlos Tevez jafnaði metin fyrir United seint í síðari hálfleik. Úrslitin þýða að United er nú með þriggja stiga forystu á Chelsea en liðin mætast um næstu helgi á Stamford Bridge. Sir Alex Ferguson gerði fjórar breytingar á liði United frá liðinu sem vann Arsenal um síðustu helgi. Tomasz Kuszczak stóð í marki United í stað Edwin van der Sar og þá var Nemanja Vidic aftur í liði United eftir þriggja leikja fjarveru vegna meiðsla. Ryan Giggs og Tevez voru einnig í byrjunarliðinu. Blackburn stillti upp sama liði og tapaði 3-1 fyrir Liverpool. Bæði lið vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik og bæði lið fengu sín færi. Það var hins vegar aðeins Santa Cruz sem nýtti sitt færi og það eftir klaufagang í vörn United. Morten Gamst Pedersen átti langt innkast og voru þeir Vidic og Rio Ferdinand í boltanum. Þeir misstu hins vegar af honum og fór boltinn af hæl Ferdinand og beint fyrir Santa Cruz sem þrumaði knettinum í netið. Cristiano Ronaldo átti nokkrar góðar marktilraunir en alltaf sá Brad Friedel við honum. Í síðasti hálfleik átti Ronaldo gott skot að marki en Friedel náði að verja skotið í stöngina. Eftir þetta varði Friedel nokkrum sinnum afar vel og hélt sínum mönnum inn í leiknum nánast einn síns liðs. En hann náði þó ekki að verja frá Tevez undir lok leiksins. Nani tók hornspyrnu sem Paul Scholes framlengdi með skalla þar sem Tevez var mættur og skoraði af stuttu færi. Friedel var þá nýbúinn að verja glæsilega í horn eftir marktilraun John O'Shea. Þar við sat og við blasir æsispennandi toppbarátta í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira