Enski boltinn

Maður lést í umferðarslysi fyrir utan Villa Park

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá leik Aston Villa og Birmingham um helgina.
Frá leik Aston Villa og Birmingham um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Stuðningsmaður Aston Villa varð fyrir bíl fyrir utan Villa Park eftir leik Aston Villa og Birmingham í gær og lést af sárum sínum.

Lögreglan í Birmingham hefur nú staðfest að bæði maðurinn sem lést sem og ökumaður bifreiðarinnar voru báðir stuðningsmenn Aston Villa. Það hefur því verið útilokað að þetta hafi verið afleiðingar erja milli stuðningsmanna liðanna sem bæði eru staðsett í Birmingham.

Málið er nú í rannsókn lögreglunnar en ekki er vitað hvað olli árekstrinum. Maðurinn sem lést var 26 ára gamall en ökumaðurinn tvítugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×