Enski boltinn

Hermann fékk rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann fékk rautt fyrir að brjóta á Vassell.
Hermann fékk rautt fyrir að brjóta á Vassell. Nordic Photos / AFP

Hermann Hreiðarsson fékk að líta rauða spjaldið í leik Manchester City og Portsmouth sem nú stendur yfir.

Hermann var dæmdur brotlegur þegar Darius Vassell féll í viðskiptum þeirra en Hermann var aftasti varnarmaður. Brotið var rétt utan vítateigs og tókst City-mönnum ekki að færa sér aukaspyrnuna í nyt.

Leikmenn Portsmouth mótmæltu dómnum mikið og Hermann virtist bálreiður er hann gekk af velli.

Hann fer væntanlega í þriggja leikja bann og missir þar með af síðustu þremur leikjum Portsmouth í deildinni. Hann verður þó gjaldgengur í bikarúrslitaleik Portsmouth gegn Cardiff þann 17. maí næstkomandi.

Staðan í leiknum er 2-1, City í vil. Vassell skoraði á elleftu mínútu og Martin Petrov bætti öðru við fyrir City tveimur mínútum síðar. John Utaka minnkaði muninn fyrir gestina á 24. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×