Enski boltinn

DIC á vellinum í boði Gillett

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gillett sjálfur verður ekki á vellinum í kvöld.
Gillett sjálfur verður ekki á vellinum í kvöld.

George Gillett, annar af eigendum Liverpool, hefur boðið fulltrúum frá Dubai International Capital (DIC) á leik liðsins gegn Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld.

Gillett hefur áhuga á að selja sinn hlut í Liverpool og þar er DIC talinn líklegasti kaupandinn. Gillett verður ekki sjálfur á vellinum í kvöld en Foster, sonur hans, mun taka á móti fulltrúum DIC.

Samskipti Gillett og hins eiganda liðsins, Tom Hicks, hafa mikið verið í umræðunni. Þessir bandarísku eigendur eignuðust Liverpool snemma á síðasta ári en samskipti milli þeirra hafa hríðversnað og í dag talast þeir ekki við.

DIC hefur reynt að eignast félagið í átján mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×